is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14336

Titill: 
  • Eiga parasambönd líf eftir framhjáhald?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er eins og titillinn gefur til kynna að kanna hvað rannsóknir sýna um það hvort sambönd eigi líf eftir framhjáhald. Skoðaðir eru helstu orsakaþættir þess að fólk heldur framhjá og hvort tíðnin hafi breyst og hvað hafi þá orðið til þess að hún hafi breyst. Einnig eru skoðaðar algengar tilfinningar sem bæði þolandi og gerandi upplifa eftir að upp kemst um framhjáhald og hver næstu skref eru fyrir sambandið. Fjallað er um hvernig meðferð hentar þegar um framhjáhald er að ræða, hvort nóg sé að fara í hjónameðferð eða hvort sérhæfðari meðferð þurfi að eiga sér stað. Skoðað er hvort möguleiki sé á að samband nái því að verða eins og það var áður en framhjáhald átti sér stað. Einnig er skoðað hvort unnt sé fyrir þolanda framhjáhalds að fyrirgefa maka sínum, gerandanum. Að lokum er fjallað um hlutverk félagsráðgjafa í þessu ferli. Rannsóknir sýna að ástarsamband getur staðið af sér framhjáhald, en það kostar mikla vinnu. Ef báðir aðilar eru tilbúnir í að vinna þá vinnu verður sambandið ekki aðeins eins og það var heldur jafnvel betra. Pör sem hafa farið í gegnum hjónameðferð með áherslu á framhjáhald upplifa samband sitt betra eftir að meðferð lýkur. Í meðferðinni er búið að kryfja það sem úrskeiðis fór og orsakir framhjáhaldsins eru orðnar ljósar og því meiri líkur á að það gerist ekki aftur því gerandinn veit hvað hann á að forðast. Viðbrögð þolandans eru mjög lík áfallastreituröskun og þarf meðferðaraðilinn að vera vel í stakk búinn til að meðhöndla þann hluta af alúð og þekkingu.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ágústa Ósk Óskarsdóttir - BA RITGERÐ.pdf426.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna