is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14346

Titill: 
  • Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Afleiðingar og fyrning kynferðisbrota
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Í ritgerðinni verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hver er skilgreining á kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum? Hvaða afleiðingar hefur kynferðislegt ofbeldi í för með sér? Hvaða breytingar hafa orðið á lögum um fyrningu kynferðisbrota gagnvart börnum? Einnig mun ég gera grein fyrir starfsemi barnaverndarnefnda, Barnahúss og Barnaverndarstofu.
    Kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni er þegar barn sem ekki hefur náð 18 ára aldri, er neytt eða þvingað gegn sínum vilja til að vera þátttakandi í kynferðislegri athöfn. Ofbeldið getur falið í sér beina snertingu eins og kossa og káf á líkama barns sem og óbeina snertingu sem er til að mynda gægjuhneigð og kynferðislegt tal. Kynferðisofbeldi gegn barni getur verið skaðlegt fyrir barnið og haft ýmsar afleiðingar. Í kjölfar kynferðislegs ofbeldis getur barn upplifað sektarkennd, þunglyndi og átt við kynlífsvanda að stríða. Fyrning brota getur einnig haft ýmiskonar áhrif á þolendur og oftar en ekki geta liðið mörg ár þar til þolendur eru tilbúnir til að segja frá ofbeldinu. Þegar brotið hefur verið á barni kynferðislega er nauðsynlegt að hafa starfsmenn sem vinna að slíkum málum, en þeir starfa til að mynda innan barnaverndarnefndar.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElínsifBAritgerð.pdf460.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna