is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14360

Titill: 
  • Vægi framburðar brotaþola við mat á sönnun í kynferðisbrotamálum gegn börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynferðisbrot gegn börnum eru alvarleg afbrot sem hafa verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið. Mikil reiði virðist vakna hjá almenningi í tengslum við þessa umræðu enda um svívirðileg brot að ræða sem fullorðinn einstaklingur fremur gegn varnarlausu barni. Sönnunarstaðan í dómsmálum af þessu tagi er alla jafna erfið, þar sem framburðir brotaþola og ákærða eru oft á tíðum aðalsönnunargögnin sem koma til skoðunar við sönnunarmat. Þar að auki er töluverður fjöldi mála sem kemur fyrst til kasta dómstóla löngu eftir að meint kynferðisbrot á sér stað. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hve mikið vægi framburður brotaþola hefur við mat á sönnun í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Þá verður jafnframt leitast við að svara þeirri spurningu hvort vægari sönnunarkröfur séu gerðar í kynferðisbrotamálum en öðrum brotaflokkum.
    Í upphafi ritgerðarinnar er örstutt umfjöllun um sönnun í sakamálum almennt. Því næst er fjallað um skýrslutökur af börnum í kynferðisbrotamálum og m.a. greint frá hæfileika barna til að greina frá liðnum atburðum. Kafli 3 fjallar um sönnunarmat dómstóla á framburði barna í kynferðisbrotamálum. Þar er í fyrsta lagi gerð grein fyrir meginreglunni um frjálst sönnunarmat dómara sem kemur fram í 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í öðru lagi eru reifuð nokkur atriði sem dómstólar virðast almennt líta til við mat á sönnun í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Þá er sjónum beint að vægi framburðar brotaþola, með hliðsjón af dómum Hæstaréttar, og því næst gerð tilraun til að svara þeirri spurningu hvort vægari sönnunarkröfur séu gerðar í kynferðisbrotamálum en öðrum brotaflokkum. Að lokum eru niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 10.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14360


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vægi_framburðar_brotaþola_við_mat_á_sönnun_í_kynferðisbrotamálum_gegn_börnum.pdf358.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna