is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14380

Titill: 
  • Er samfella í læsiskennslu barna á mótum leik- og grunnskóla?
Útgáfa: 
  • Desember 2012
Útdráttur: 
  • Yfirfærsla (e. transition) á milli fyrstu skólastiga og samfella í námi (e. continuity)
    hefur fengið töluverða umfjöllun í fræðaheiminum. Það er hins vegar spurning að
    hve miklu leyti þessi umfjöllun hefur haft áhrif á starfsemi skólanna. Markmið
    rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að skoða hvort hugað sé að samfellu í námi
    barna á mótum skólastiga, einkum hvað varðar læsi. Skoðað var á hvern hátt unnið
    er með læsi í leikskóla, hvernig upplýsingar flytjast á milli skólastiganna og hvernig
    þær eru notaðar í grunnskólanum. Ráðist var í rannsóknina í framhaldi af annarri
    rannsókn um viðhorf og þekkingu nokkurra leikskólabarna á læsi við lok leikskóla.
    Rannsóknin var gerð í nokkrum leikskólum og grunnskólum í einu bæjarfélagi.
    Tekin voru rýniviðtöl við kennara elstu deilda þriggja leikskóla og yngsta bekkjar
    tveggja grunnskóla og til viðbótar rýnt í ýmis rituð gögn skólanna. Meginniðurstöður eru þær að skólastofnanirnar hafa skipulegt samstarf á mótum skólastiga.
    Samstarfið beinist einkum að því að draga úr spennu og kvíða barna sem getur
    tengst þessum tímamótum og felst í því að kynna þeim aðstæður og umhverfi
    grunnskólans en minna virðist hugað að samræmingu kennsluhátta, í þessu tilviki
    í sambandi við læsi.

  • Útdráttur er á ensku

    The issue of educational continuity and the transition between the first two stages of education have been discussed substantially in the academic world. However, it is questionable whether this academic discourse has made an impact within schools. The aim of the research introduced in this article was to gather information regarding continuity in literacy teaching, how information is transferred from pre-school to primary school and how it is utilized. This study is a follow-up from a previous study that focused on the attitudes and knowledge about literacy of a few children at the end of pre-school. The present study was conducted in three pre-schools and two primary schools in one townmunicipality. Interviews were conducted with teachers of the oldest children in pre-school and the youngest children in primary school. In addition, written documents were analyzed. The main results are that educational institutions do engage in organized cooperation during this period of transition. This cooperation is mainly focused on reducing children’s anxiety associated with the transition and includes introducing the children to the environment and conditions of the primary school. On the other hand, continuity of teaching methods – in this case in relation to literacy – received less attention.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 11.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er samfella í læsiskennslu.pdf476.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna