is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14395

Titill: 
  • Nauðgun af gáleysi. Eru skilyrði til þess að lögfesta ákvæði um refsiábyrgð vegna nauðgunar af gáleysi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nauðgun er óumdeilanlega einn hræðilegasti glæpur sem hægt er að fremja. Eðli glæpsins er þannig að oftast eru einungis gerandi og þolandi einir til frásagnar um hvernig atvikum háttaði. Af þessum sökum er sönnunarstaða ákæruvaldsins oft mjög erfið því það þarf að sýna fram á ásetning til verknaðarins.
    Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gaf út skýrslu um feril kynferðisbrota sem tilkynnt voru til lögreglu árið 2008. Skv. henni voru árið 2008 tilkynntar til lögreglu 68 nauðganir. Í 43 tilvikum, þ.e. 63% tilvika hætti lögregla rannsókn eða vísaði máli frá. Um fjórðungur þessara brota var felldur niður hjá ríkissaksóknara en aðeins í 12% af brotunum féll dómur. Þessar tölur láta mann velta því fyrir sér hvað sé þess valdur að aðeins í 12% mála sem koma á borð til lögreglu endi með dómi og þá ennfremur hvað er hægt að gera til þess að bæta þessa stöðu.
    Meginmarkmið þessarar ritgerðar er hvort skilyrði séu fyrir því að hafa í íslenskum hegningarlögum nr. 19/1940 (hér eftir skammstöfuð hgl.) ákvæði sem heimilar refsingu fyrir nauðgun af gáleysi og þá hvort að slíkt ákvæði geti bætt stöðu brotaþola í kynferðisbrotum.
    Í köflum 2-5 verður farið yfir mikilvæg hugtök og skilgreiningar til þess að hægt sé að átta sig betur á og skilja hvað sé nauðgun af gáleysi. Fyrst verður fjallað um gáleysi sem er eitt af tveimur saknæmisskilyrðum í íslenskum rétti. Þriðji kafli fjallar um seinna saknæmisskilyrðið, þ.e. ásetning, en einungis verður farið í lægsta stig ásetnings, dolus eventualis, og helstu afbrigði þess. Í fjórða kafla verður stuttlega vikið að staðreyndavillu og hvernig hún getur útilokað refsiábyrgð. Loks í fimmta kafla mun vera fjallað um 194. gr. hgl. en þar verður rýnt í hugtökin innan ákvæðisins, sögulega þróun þess og stuttlega fjallað um flokkun brotsins og áskilin saknæmisskilyrði ákvæðisins. Þegar þessu hefur verið gerð skil, mun í sjötta kafla vera vikið að nauðgun af gáleysi og hvað tilvik geta fallið þar undir. Í sjöunda kafla verður vikið að erlendri réttarframkvæmd og í áttunda kafla verða reifuð nokkur dómafordæmi þar sem hægt er að túlka með nauðgun af gáleysi sem útgangspunkt.
    Að lokum verða niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman og leitast við að svara hvort skilyrði séu fyrir því að refsað verði fyrir gáleysisbrot á 194. gr. hgl.

Samþykkt: 
  • 12.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nauðgun af gáleysi.pdf303.14 kBLokaður til...01.01.2030MeginmálPDF
forsida.pdf104.73 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna