is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14429

Titill: 
  • Lauf forks. Markaðsáætlun 2013
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gerð og mótun markaðsáætlana er mikilvæg fyrir fyrirtæki vegna þess að ferlið neyðir þau til að gera markaðsrannsóknir sem gerir þeim kleift að taka tillit til aðstæðna á markaði við ákvarðanir sínar. Mótun markaðsáætlana hjálpar fyrirtækjum að finna út kjarnafærni sína og hvernig þau eigi að nýta hana til þess að ná markmiðum sínum.
    Lauf forks er ungt fyrirtæki sem er á lokastigi þróunar á nýrri tækni framfjöðrunar fyrir reiðhjól. Fjöðrunargaffallinn sem Lauf forks býður upp á er mjög frábrugðinn útliti og eiginleikum hefðbundinna demparagaffla og er allur gerður úr koltrefjum. Helstu styrkleikar Lauf forks er vara fyrirtækisins sem býður upp á mikla aðgreiningu á markaði ásamt tæknikunnáttu og þekkingu starfsmanna fyrirtækisins á reiðhjólageiranum. Markaðsmiðun Lauf forks er á reiðhjólamarkaðinn í Bandaríkjunum og er vöru fyrirtækisins beint að reiðhjólaframleiðendum sem leggja mikla áherslu á að framleiða reiðhjól úr koltrefjum. Varan mun höfða til einstaklinga sem eru að leita sér að hágæða reiðhjólum sem henta vel til hjólreiða á malbiki sem og á grófara undirlagi. Helstu markmið fyrirtækisins eru að skapa vitund meðal markhópa sinna á vörunni og þá helst reiðhjólaframleiðendum, landa sölusamningi í lok árs 2013 og koma þannig fjöðrunargafflinum á markað í Bandaríkjunum árið 2014. Til þess að ná markmiðum sínum mun fyrirtækið sækja vörusýningar og fara í kynningarferðir til reiðhjólaframleiðenda í Bandaríkjunum.

Samþykkt: 
  • 15.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árni_Björn_Guðjónsson_BS.pdf1.01 MBLokaður til...01.04.2100HeildartextiPDF