is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14513

Titill: 
  • „Svona á að bjarga fólki“. Um séráætlanir almannavarna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um viðbragðsáætlanir almannavarna. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu aðgerðastjórnenda af nýrri kynslóð séráætlana sem mælt var fyrir um í lögum um almannavarnir árið 2008.
    Leitað er upplýsinga um notagildi séráætlana við aðgerða- og vettvangsstjórnun. Jafnframt hvort hægt sé að lýsa inntaki þeirrar eflingar sem talin er felast í beitingu séráætlana og hvernig sá árangur birtist. Þá er varpað ljósi á viðhorf lykilaðila til séráætlana í ljósi framtíðarþróunar stofnana og skipulags.
    Um er að ræða tilviksrannsókn þar sem beitt er eigindlegri rannsóknaraðferð með áherslu á Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Tekin voru tíu djúpviðtöl við stjórnendur lögreglu og sérfræðinga almannavarna auk þess sem fjölþætt gagnagreining fór fram ásamt vettvangsathugunum. Niðurstöður eru settar í fræðilegt samhengi áfallastjórnunar, stefnumótunar, breytingastjórnunar og þekkingarstjórnunar. Auk þess er aðferðum verkefnamats beitt, stöðumat framkvæmt og ábendingar settar fram.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að með markvissri og samræmdri gerð sértækra viðbragðsáætlana almannavarna sé stigið framfaraskref. Jafnframt er unnt að lýsa árangri af þeirri reynslu sem orðin er af smíði séráætlana, þjálfun og beitingu. Þá er sýnilegt að áframhaldandi þróun felur í sér sóknarfæri til frekari árangurs og eflingar fyrir almannavarnir og viðbragðskerfið í heild. Enn fremur er hægt að skilgreina tækifæri jafnt sem ógnir er leiða má af mögulegum breytingum í stofnanaumhverfi séráætlana, m.a. varðandi hættu á skorti á staðarþekkingu. Frekari rannsóknir og greining á viðfangsefnum almannavarna og skipulagi er og talin nauðsynleg.

  • Útdráttur er á ensku

    Iceland is widely known for its natural contrasts and weather unpredictability. Being also one of earth‘s most active sub-aerial volcanic region, makes the importance of well managed reaction plans significant in the country. A new generation of specific response plans was introduced in the civil protection act in 2008.
    The aim of this study is to shed light on the experience of this new generation of specific response plans for higly likely events from the perspective of management experience.
    Information about the utility of specific emergency plans was analysed. Furthermore the nature of the reinforcement considered in the application of specific response plans was studied as well as how the results appear. Then the evaluation and view of some key players in specific response plans procedure were highlighted as well as future developments and change of agencies was discussed.
    The study is based on qualitative research methods and took the form of a case study with emphasis on the Vancouver School of phenomenology. Data was collected with ten semi-structured interviews to ten police managers and civil protection experts. Data colletion was also made by participant observations as well as multidimensional data analysis. Results are adressed in contexts of crisis management, policy formulation, strategic planning, change management and knowledge management. In addition, project evaluation methods applied, formative evaluation and suggestions are presented.
    The main findings of this study indicated that the systematic and focused response plans of civil protection have made a progress. Furthermore, the effectiveness of the response plans could be identified as a result of preparation, training and application of specific response plans. It seemed apparent that continuing development included opportunities for further success and empowerment for civil defense and response system as a whole. Also, it seemed possible to identify threats that could be deduced from potential changes in the institutional environment of specific programs, including the risk of a lack of local knowledge. Further research and analysis on issues of civil protection and organization is considered essential.

Samþykkt: 
  • 29.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA Séráætlanir.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna