is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14525

Titill: 
  • Áhrifaþættir á starfsval. Munur á milli kynja og aldurshópa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Flestir þurfa á einhverjum tímapunkti að taka ákvörðun um starfsval sitt og reynist ákvörðunin mörgum erfið. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða aðilar hafa áhrif á náms- og starfsval fólks og hvaða þættir hafa mest áhrif á starfsval. Einnig var mikilvægi ýmissa þátta í starfi og í tengslum við starfsþróun metið. Þá var skoðað hvort mismunandi þættir væru ráðandi, annars vegar hjá körlum og konum, og hins vegar hjá mismunandi aldurshópum. Rannsóknargögnin fengust með því að senda rafrænan spurningalista á meðlimi tveggja fagfélaga, Sáfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands. Alls fengu 1436 listann sendann og svöruðu 404 sem gerir um 28% svarhlutfall. Niðurstöður sýndu að foreldrar höfðu einna mest áhrif á námsval þátttakenda en maki hafði mest áhrif á starfsval þeirra. Þeir þættir sem flestir töldu skipta mestu máli við starfsval voru hæfileikar, áhugasvið og áhugaverð verkefni. Talsverður munur var á mati kynjanna en laun réðu talsvert meiru hjá körlum á meðan konur töldu mikilvægara að láta gott af sér leiða og að geta hjálpað öðrum. Einnig lögðu konur meiri áherslu á að starfið væri fjölskylduvænt og þótti þeim líklegra en körlunum að þær myndu taka hlé frá störfum vegna fjölskylduaðstæðna. Þá sást að konur báru oftar meiri ábyrgð en karlar á heimilisstörfum og barnauppeldi, þótt flestir teldu ábyrgðina vera jafna. Traust fyrirtækis skipti meiru máli fyrir karla og einnig töldu þeir mikilvægara að starfið passaði þeirra kyni. Þegar svör tveggja aldurshópa voru borin saman sáust að mismunandi áherslur voru hjá þátttakendum á aldrinum 21-40 ára og 41 árs og eldri. Yngri hópurinn taldi sig metnaðargjarnari í vinnunni og þótti þeim einnig líklegra að þeir ættu eftir að taka hlé frá störfum og skipta nokkrum sinnum um starf um ævina. Einnig sást að yngri þátttakendur lögðu meiri áherslu á að vinna fyrir sjálfan sig síðar meir og töldu þeir mikilvægara en þeim sem eldri voru að skipta reglulega um vinnuveitanda. Þá þótti þeim einnig líklegra að þeir myndu stofna eigið fyrirtæki eða taka þátt í frumkvöðlastarfssemi um ævina.

Samþykkt: 
  • 29.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Ritgerð-FÞJ.pdf791.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna