is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14577

Titill: 
  • Textaritun byrjenda : frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Allt frá upphafi ritunarnáms reyna börn að skrifa texta sem hefur ákveðna merkingu og gera mismunandi textategundum skil á ólíkan hátt. Framan af er kunnátta þeirra á þessu sviði takmörkuð en samhliða aukinni færni í umskráningu, auknum mál- og vitþroska og vaxandi þekkingu á textagerð eykst geta þeirra jafnt og þétt. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á ritaðri textagerð yngstu grunnskólabarna á Íslandi, en rannsóknir á ritun íslenskra barna á mið- og unglingastigi benda til þess að framfarir í textagerð séu fremur hægar hjá íslenskum börnum, sem vekur spurningar um það hvort nægileg rækt sé lögð við textagerð í íslenskum skólum. Frekari rannsóknir á textagerð íslenskra barna eru nauðsynlegar til að afla upplýsinga um stöðu mála og var meginmarkmið þessarar rannsóknar að afla grunnupplýsinga um færni íslenskra fyrstubekkinga í að rita samfelldan texta. Tvö ritunarverkefni, frásögn og upplýsingatexti voru lögð fyrir 44 börn. Lengd, bygging og samloðun í textunum var metin og þær niðurstöður notaðar til að draga fram helstu einkenni textanna og meta frammistöðu barnanna í ritun textategundanna tveggja. Niðurstöðurnar sýndu að við lok 1. bekkjar gátu flest barnanna skrifað texta sem báru einkenni frásagna og upplýsingatexta. Textar þeirra voru engu að síður stuttir og einfaldir og nokkuð vantaði upp á byggingu þeirra og samloðun. Frásagnirnar reyndust börnunum heldur auðveldari viðureignar og þeim tókst betur til við að skrifa þær sem samfelldan texta en upplýsingatextana. Niðurstöðurnar koma heim og saman við niðurstöður erlendra rannsókna á textagerð ungra barna og benda til þess að íslensk börn í 1. bekk standi fyllilega jafnfætis erlendum jafnöldrum sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    Writing is a complex task for beginners. However, research shows that right from the beginning, children try to compose meaningful texts and differentiate between text genres in various ways. At the first year of elementary school children’s writing ability is relatively poor, but with increasing encoding abilities, linguistic skills and knowledge about text genres their writing ability increases steadily. Hardly any research has been done on the writing skills of young Icelandic-speaking children. However, recent research on older children suggests that Icelandic students make limited improvement in writing during their secondary school education, which prompts questions about the emphasis that is placed on the teaching of writing in the Icelandic school system. In this article we present results from a study of 44 Icelandic first graders’ writing. The children composed two texts; a narrative and an information text. Text samples were analyzed according to length, structure and cohesion. The results indicated that at the end of first grade most children had acquired basic encoding skills and made a clear distinction between different kinds of genre in their writing. Most texts, however, tended to be short and lacked both coherence and cohesion. The children generally performed better with narratives than information texts, with narratives showing stronger characteristic features of that genre and also better cohesion than the information texts. The findings are in line with results from other studies on young children’s writing and suggest that Icelandic children’s writing performance in the first grade is similar to that of children in other countries.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
012.pdf394.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna