is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14583

Titill: 
  • Að læra til telpu og drengs : kynjaðir lærdómar í leikskóla
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Greint er frá heildstæðri rannsókn á upplifun og reynslu 68 fjögurra til fimm ára barna í tveimur leikskólum í Reykjavík af barnabókmenntum og afþreyingarefni fyrir börn í myndmiðlum og tölvum. Með heildstæðri rannsókn er átt við rannsóknarferli þar sem leitast er við að afla gagna um sama fyrirbærið frá ýmsum sjónarhornum. Því var rannsókninni skipt í þrjá hluta sem hver um sig endurspeglar ólík sjónarhorn. Í fyrsta hluta var þekking leikskólabarnanna á barnaefni athuguð með þátttökuathugunum. Í öðrum hluta var notkun heimila á barnaefni könnuð með spurningalista til foreldra. Í þriðja hluta voru athuguð tilvik 14 barna þegar þau beittu þekkingu sinni á barnaefni í frjálsum leik og viðbrögð jafningjahópsins við tilvísunum þeirra skoðuð. Þá voru niðurstöður greindar í fræðilegu ljósi með hliðsjón af rannsóknaraðferðum. Þær benda til að barnaefnið sem börnin ræddu og notuðu í leik feli í sér kynjaðar lýsingar á athöfnum og atgervi fólks og af því hafi börnin dregið ályktanir um ólíkt atgervi og atferli kynja. Barnaefnið reyndist uppspretta samræðu og leiks í leikskólunum en börnin báru inntakið saman við raunverulegar upplifanir. Við úrvinnsluna endursköpuðu þau fyrri þekkingu sína og drógu ályktanir sem styrktu staðalhugmyndir um kynin nema þegar tækifæri gáfust til efasemda. Fram kom að kennarararnir töldu sig stuðla að jafnrétti kynjanna með því að sýna einstaklingum, en ekki kyni þeirra, athygli og töldu kynjamun eðlislægan. Val foreldra á barnaefni á heimilum virtist að mestu ráðast af kyni barnsins. Í lok greinar eru niðurstöður reifaðar með það fyrir augum að skýra hlutverk barnaefnis í uppeldi og menntun ungra barna.

  • This report is of a holistic study of preschool girls’ and boys’ experiences retrieved from literature and popular culture. Studies emphasising a holistic approach include practices and methods which are reflexive and process driven, producing culturally situated learning. The study was divided into three phases. First, the children’s experience of the material was observed through participant observation. Second, the parents’ view of their choices of children’s material in their homes was explored with a survey. Third the children’s use of knowledge of the material during free playtime was observed in the preschools by selecting 14 children to participate in a case study where their references to the material was observed together with the peer group reactions. The findings rely upon knowledge created through an ongoing interplay between theory and methods. The research took place in two preschools in Reykjavik, Iceland, with 68 four- to five-year-old children. The focus was on the children’s point of view, using children’s narratives along with the children’s references to literature and popular culture while playing. Intertwined with this data were interviews with eight teachers and survey data from 81 parents. The findings indicate that children’s literature and popular culture include gendered descriptions of people’s attainment attributes and practices. While children compared this material with real life experience, they made their own inferences to construct gendered knowledge and meanings. The teachers believed they contributed to equality in the classrooms by focusing on each child as an individual, independent of gender, and explained gender differences as essential. Findings from the survey indicated that parents’ choice of children’s literature and popular culture in their homes was based on their children’s gender. The problem is discussed further, focusing upon how implications of children’s gender can hinder the possibility of their working on subjects they are most interested in, but understood by them as unsuitable for their gender.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
016.pdf292.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna