is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14587

Titill: 
  • Fordómar gagnvart miðaldra og eldra fólki á vinnumarkaði
  • Titill er á ensku Prejudice against middle-aged and older people in the labour market
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða hvort miðaldra og eldra fólk, sem hafði nýlega glímt við atvinnuleysi, hefði upplifað fordóma á atvinnumarkaði. Landsvæðið sem lögð var áhersla á og skoðað í þessari rannsókn var Vesturland. Gerð var grein fyrir atvinnuleysi og atvinnuþátttöku þessa hóps, skoðað var hvaða úrræði eru í boði fyrir hann og gerð var eigindleg rannsókn á viðhorfi þeirra og reynslu.
    Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð, þar sem viðmælendur voru spurðir opinna spurninga í hálfopnu viðtali. Spurningalistinn samanstóð af 5 meginspurningum sem settar voru saman af rannsakanda en einnig var notast við aukaspurningar sem náðu út fyrir spurningarammann í samtölum við viðmælendur. Að auki var staðlaður spurningalisti lagður skriflega fyrir viðmælendur sem heyrir undir megindlega rannsóknaraðferð. Spurningar voru byggðar á fyrri rannsóknum um sambærileg efni og þeim fræðum sem fjallað er um í ritgerðinni.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að allir viðmælendurnir töldu miðaldra og eldra fólk verða fyrir aldursfordómum á vinnumarkaði, jafnvel þó að enginn þeirra hafi fundið fyrir þeim persónulega. Þeir könnuðust allir við slík dæmi og vildu meina að aldursfordómar og mismun vegna aldurs væru almenn vitneskja. Enginn viðmælendanna hafði misst starf vegna aldurs og áttu þeir allir von á því að finna aðra vinnu fljótlega eftir að þeir urðu atvinnulausir en það reyndist erfiðara en þeir töldu upphaflega og flestir þeirra höfðu það á tilfinningunni að það vegna aldurs.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
guðný_ruth_þorfinnsdóttir_BS..PDF794.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna