is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14589

Titill: 
  • Á mótum æviskeiða: Rannsókn á tilhögun starfsloka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta rannsóknarverkefni fjallar um það hvað verður um þekkingu fólks þegar það fer á eftirlaun og hvernig það upplifir starfslok sín. Einnig hvort það skipti máli varðandi farsæl starfslok og eftirlaunaár hvernig viðskilnaði við vinnustaðinn var háttað.
    Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar sem leitast er við að svara í verkefninu: Hver er upplifun fólks af því að hætta að vinna og fara á eftirlaun? Og hvað verður um uppsafnaða þekkingu þess og reynslu við starfslokin?
    Farið er yfir fræðilega umfjöllun um starfslok, þekkingarstjórn og rannsóknir sem gerðar hafa verið á efninu, jafnt íslenskar sem erlendar. Því næst er aðferðafræði rannsóknarinnar rakin og þátttakendur hennar kynntir. Stuðst var við eigindlega aðferð við öflun gagna og tekin hálfopin viðtöl við átta viðmælendur sem fundnir voru með snjóboltaúrtaki. Loks eru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar, ræddar og settar í samhengi við fyrri rannsóknir.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að miklu máli skipti hvernig staðið er að starfslokum og að fólk sé kvatt á viðeigandi hátt þegar það fer á eftirlaun. Hvað þekkinguna varðar virðist ekki nægileg áhersla vera lögð á að fanga þekkingu fólks áður en það lætur af störfum þótt oftast komi það að einhverju leyti að því að setja eftirmann sinn inn í starfið.
    Það er athyglisvert hversu margir viðmælenda hefðu viljað starfa lengur en til sjötugs ef þeir hefðu haft kost á því en aðrir voru ánægðir með að fá að ljúka starfsævinni fyrir hinn lögbundna lífeyrisaldur. Það vekur upp spurningar um hvort nægilegur sveigjanleiki sé í boði fyrir fólk þegar kemur að þessum tímamótum í lífinu.
    Vonast er til að rannsóknin geti orðið að gagni fyrir mannauðsstjóra og aðra stjórnendur þegar kemur að því að starfsfólk setjist í helgan stein. Að komið sé fram við fólk og þekkingu þess af virðingu svo það geti stigið farsællega inn í nýtt æviskeið, sátt við starfsævi sína. Eins er vonast til að rannsóknin gagnist þeim sem horfa fram til þeirra tímamóta að láta af störfum og fara á eftirlaun.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerð.pdf702.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna