is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14591

Titill: 
  • Virkni mónókapríns í tannlími gegn sveppasýkingu undir gervitönnum. Klínísk rannsókn
  • Titill er á ensku The effect of denture adhesive containing monocaprin on Candida associated denture stomatitis. A clinical trial
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Candidasýkingar undir gervitönnum er einn algengasti munnholssjúkdómurinn hjá einstaklingum með gervitennur. Sveppasýkingar í munnholi eru oftast meðhöndlaðar með staðbundnum sveppalyfjum, en meðferðin er oft ekki mjög áhrifarík. Auk þess getur tíð notkun sveppalyfja leitt til ónæmismyndunar. Þetta hefur aukið þörfina á nýjum meðhöndlunaraðferðum við candidasýkingum í munnholi hjá þeim sem nota gervitennur. Fituefni svo sem fitusýrur og mónóglýseríð þeirra hafa lengi verið þekkt fyrir virkni gegn örverum, en mónóglýseríðið mónókaprín hefur reynst virkast gegn Candida.
    Markmið verkefnisins var að framkvæma klíníska rannsókn til þess að kanna hvort hægt sé að nota tannlím með 3% mónókapríni sem fyrirbyggjandi gegn eða til meðhöndlunar á candidasýkingum undir gervitönnum.
    Tannlím með og án mónókapríns var framleitt fyrir klíníska rannsókn. Sextán sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni, þar sem áætlað var að sex þátttakendur myndu nota tannlím án mónókapríns og tíu þátttakendur myndu nota tannlím með 3% mónókapríni í 28 daga.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mónókaprín í tannlími minnkar sveppafjölda á gervitönnum eftir 28 daga notkun þess. Vísbendingar eru um að tannlímið gæti einnig minnkað sveppafjölda á hörðum góm og tungu við langtíma notkun. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að mikill fjöldi sveppa í munnholi gervitannanotenda er viðvarandi vandamál sem æskilegt væri að fyrirbyggja.
    Sveppafjöldi í munnholi gervitannanotenda virðist ekki hafa farið minnkandi á síðustu áratugum. Sveppasýking undir gervitönnum mun því líklega halda áfram að vera vandamál hjá þessum einstaklingum. Niðurstöðurnar benda til þess að með notkun mónókapríns í tannlími sé hægt að minnka sveppasýkingu í munnholi. Jafnvel væri sá kostur fyrir hendi að nota þetta lyfjaform sem fyrirbyggjandi meðferð við sveppasýkingu undir gervitönnum fremur en meðferðarúrræði eftir að Candida sveppir hafa náð bólfestu í munnholinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Candida-associated denture stomatitis is one of the most common oral diseases in patients with dentures. This fungal infection is most often treated with topical antifungal drugs, though this treatment is not very effective and could lead to drug resistance. Therefore, it is important to find new ways to treat Candida infections in the oral cavity of edentulous people. Antimicrobial lipids, such as fatty acids and their monoglycerides are known to have antifungal activity against Candida and the monoglyceride monocaprin to have the most effect.
    The aim of this work was to carry out a clinical trial to determine the effect of denture adhesive containing 3% monocaprin on Candida-associated denture stomatitis.
    Denture adhesives with and without monocaprin were used in the clinical trial. 16 volunteers participated in the clinical trial, with six participants being in the control group and ten participants in the treatment group, for a 4 week treatment of the denture adhesive.
    The results indicate that a denture adhesive containing monocaprin reduces the amount of Candida on dentures after 4 weeks of treatment. There is evidence that the denture adhesive may also reduce the number of Candida on the hard palate and tongue with long-term use. The results also revealed that denture wearers have a large number of fungi in the oral cavity which should preferably been avoided.
    The number of Candida in the oral cavity of patients with dentures has not decreased in recent decades, therefore Candida-associated denture stomatitis continues to be a problem. Denture adhesive containing monocaprin should reduce fungal infections in the oral cavity and could also be used as a prophylaxis.

Athugasemdir: 
  • Yfirlýsing um aðgang barst í lok apríl 2014 vegna þessarar ritgerðar. Engin dagsetning var tiltekin. Skv. beiðni frá Má Mássyni deildarforseta hefur ekki verið hróflað við dagsetningu lokunar þótt ritgerð eigi samkvæmt reglunum að vera opin ef dagsetningu vantar.
Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VERKEFNI.pdf6.46 MBLokaður til...30.04.2133HeildartextiPDF