is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14621

Titill: 
  • Ímynd vörumerkisins Apple. Hefur Apple sterka samkeppnisstöðu og í hverju felst sá styrkur?
  • Titill er á ensku Apple's image. Does Apple have strong competitive position and where does the strength lie?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um ímynd Apple á Íslandi. Rannsakanda er ekki kunnugt um að rannsókn hafi verið gerð um ímynd Apple hér á landi.
    Raftæki hafa verið í sífelldri þróun seinustu ár og spila ávallt stærra hlutverki í lífi neytenda. Raftækjamarkaðurinn hefur farið stækkandi og vöruúrval að aukast og því erfiðara fyrir neytendur að velja um vörumerki. Apple er tiltölulega ný vinsælt vörumerki á markaðnum og því fannst rannsakandi áhugavert að skoða ímynd þess á markaðnum.
    Rannsóknarspurningin sem sett er fram:
    Hefur Apple sterka samkeppnisstöðu, og í hverju felst sá styrkur?
    Rannsakandi notaðist við megindlega aðferðafræði til að svara rannsóknarspurningunni. Tólf spurningar voru settar fram auk bakgrunnsbreyta til þess að meta samkeppnisstöðu Apple á markaðnum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru metnar út frá viðskiptavinamiðuðu vörumerkjavirðis líkaninu. Rannsóknin leiddi í ljós að Apple hefur sterka samkeppnisstöðu á markaðnum og er með þeim sterkustu á markaðnum. Rekja má sterka samkeppnisstöðu Apple til hönnunar og gæði varanna eins og; iPad, iPod, iPhone og tölvubúnaðs sem Apple framleiðir. Einnig reyndist einn af styrkleikum Apple vera sá hvað þeir ná að aðgreina sig frá vörum samkeppnisaðila en flestir sem svöruðu könnuninni voru sammála því að Apple væri öðruvísi og hvað Apple eru duglegir að koma með nýjar og spennandi vörur á markað en flestir voru sammála því að Apple væri nýjungagjarnt.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unnur_Bara_Kjartansdottir_lokaskjal.pdf3.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna