is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14672

Titill: 
  • Ný lög um veiðigjöld Áhrif þeirra á minni sjávarútvegsfyrirtæki
  • Titill er á ensku New law about fishing fees. Their impact on smaller fishing company
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenskur sjávarútvegur hefur lengi verið einn af burðarásum íslenska hagkerfisins. Sérstaklega eftir hrun bankanna árið 2008 nutu Íslendingar góðs af sterkri stöðu sjávarútvegsfyrirtækjanna sem nýttu sér lágt gengi krónunnar til útflutnings á sjávarafurðum.
    Kvótakerfið eins og íslendingar þekkja það í dag hefur verið við lýði allt frá árinu 1984 þegar ný lög um stjórn fiskveiða voru samþykkt.
    Íslenskur sjávarútvegur hefur á síðustu árum orðið fyrir mikilli gagnrýni frá utanaðkomandi aðilum sem telja að fyrirtækin borgi ekki nógan arð til þjóðarinnar.
    Fjallað verður um upphaf kvótakerfisins og hvernig útgerðir hagræddu í rekstri hjá sér með tilkomu þess, hvernig þróun á kerfinu hefur verið í gegnum árin og hvernig lög um stjórn fiskveiða hefur tekið breytingum allt frá árinu 1984. Veiðigjald kom síðan til sögunnar árið 2004 og átti það að skila þjóðinni arði í fiskveiðum sem útgerðarmenn voru ekki sáttir með. Umræðan og óvissan í kringum sjávarútveginn hefur verið mikil undanfarinn ár og hefur það haft áhrif á fjárfestingar í honum sem haldið hefur verið í lágmarki. Í júní 2012 voru síðan sett á ný lög um veiðigjöld sem fékk mikla gagnrýni frá útgerðarmönnum og ýmsum aðilum í atvinnulífinu. Í lokin verður gerður samanburður á tveimur minni sjávarútvegsfyrirtækjum, skoðað verður hvað þau þurfa að borga í veiðigjöld í kjölfar nýrra laga um veiðigjöld, reynt verður að rýna í það hvernig framhald fyrirtækjanna verður á næstu árum útfrá þessum nýju lögum og einnig öðrum þáttum.
    Í þessari ritgerð er reynt að vekja áhuga lesandans á kvótakefinu og þróun þess og hvernig ný lög um veiðigjöld koma við útgerðarfyrirtæki. Skýrt verður út fyrir lesendanum hvernig útreikningur á veiðigjaldinu er settur fram. Reiknað verður út veiðigjald fyrir tvö minni sjávarútvegsfyrirtæki til þess að skýra enn frekar fyrir lesendanum hvernig útreikningurinn virkar. Eftir lestur á þessari ritgerð vonast ég til að lög um veiðigjöld séu skýrari fyrir lesendanum og að hann geti myndað sér góða og gilda skoðun á þeim.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14672


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fannar_hilmarsson_bs.pdf569.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna