is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14720

Titill: 
  • Markaðssetning CrossFit: Ímynd og staðfærsla
  • Titill er á ensku The marketing of CrossFit: Brand image and positioning
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margir valkostir eru í boði þegar kemur að líkamsrækt og fer samkeppnin á líkamsræktarmarkaðnum vaxandi með ári hverju. CrossFit þjálfun hefur verið áberandi víðsvegar um heim síðastliðin ár og hafa vinsældir líkamsræktarinnar aukist hratt. Ekki eru þó allir sammála um ágæti CrossFit og hefur skapast mikil umræða hér á landi um ofþjálfun og meiðslahættu tengda líkamsræktinni.
    Meginmarkmiðið með þessari ritgerð var að bera markaðssetningu CrossFit á Íslandi saman við ímynd og staðfærslu þjálfunarinnar í huga almennings. Þetta var gert með því að greina markaðssetningu CrossFit á Íslandi og voru ýmis hugtök tengd markaðsfræði og vörumerkjum skoðuð í því samhengi. Einnig var tekið viðtal til að fá betri innsýn í CrossFit þjálfun á Íslandi. Því næst var framkvæmd megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var sendur út í gegnum internetið til þess að kortleggja ímynd CrossFit í huga almennings. Notast var við hentugleikaúrtak og voru þátttakendur 417 talsins.
    Þegar markaðssetning á CrossFit var borin saman við ímynd og staðfærslu CrossFit í huga almennings sýndu niðustöður meðal annars að þeir sem höfðu einhvertímann prófað CrossFit höfðu jákvæðara viðhorf til þjálfunarinnar en þeir sem höfðu aldrei prófað CrossFit. Einnig kom í ljós að þeir sem höfðu prófað CrossFit voru meira sammála þeim áherslum sem notaðar eru í markaðsaðgerðum. Í markaðssetningu CrossFit hefur verið lögð áhersla á það laða að nýja iðkendur í gegnum gott umtal og með því að virkir iðkendur hvetji vini og fjölskyldu til að prófa CrossFit, og niðurstöður rannsóknarinnar studdu þetta.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexandra Kristjánsdóttir-BS.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna