is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14724

Titill: 
  • Ráðningarferlið: Fagmennska í ráðningum
  • Titill er á ensku The Recruitment process: Professional recruiting
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannauðurinn er sá þáttur sem gerir skipulagsheildum kleift að starfa og ná árangri. Af þeirri ástæðu er litið á mannauðinn sem verðmætustu auðlind fyrirtækja, en ekki sem aðföng og hráefni eins og gert var hér áður fyrr. Þessi nýju viðhorf varðandi mannauðstjórnun hafa leitt til þess að mannauðstjórnun er ekki lengur ein afmörkuð deild innan fyrirtækja heldur gengur hún þvert á allar deildir fyrirtækisins.
    Skipta má ferli mannauðstjórnunar niður í fjögur skref þ.e. val á starfsmanni, árangursmat, umbun og þróun. Í þessari ritgerð er lögð áhersla á fyrsta skref mannauðstjórnunar þ.e. val á starfsmanni. Farið verður í saumana á því hvernig eigi að haga ráðningum til að tryggja að hæfasti einstaklingurinn verði ráðinn í tiltekið starf. Margar leiðir er hægt að fara til þess að auka líkurnar á því að „rétti“ starfsmaðurinn sé ráðinn og verður greint frá öllum þeim leiðum í ritgerðinni. Má þar nefna atvinnuviðtöl, persónuleikapróf, starfsæfingar og skoðun umsagna og meðmæla. Helsta forsenda þess að þessir þættir séu framkvæmdir á árangursríkan hátt er þó sú að stjórnendur hafi þekkingu á þeirri hæfni og færni sem nauðsynleg er til að einstaklingur geti sinnt tilteknu starfi á fullnægjandi hátt.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem ráðningarferli tveggja fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu voru tekin til skoðunar í þeim tilgangi að athuga hversu ríka áherslu þau leggja á fagleg vinnubrögð við ráðningu starfsfólks. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að vera stór og þ.a.l. með marga starfsmenn, en þau starfa í ólíkum atvinnugreinum. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að álykta að það sé breytilegt á milli fyrirtækja hversu faglega sé staðið að ráðningum. Fyrirtæki styðjast við margar þær aðferðir sem sérfræðingar segja árangursríkar við val á nýjum starfsmanni, en breytileikinn felst í því hversu faglega og skipulega stjórnendur framkvæma aðferðirnar. Til þess að hæfasti einstaklingurinn verði ráðinn í tiltekið starf er mikilvægt að aðferðirnar séu framkvæmdar á skipulegan og faglegan hátt.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S. ritgerð loka.pdf952.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna