is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14728

Titill: 
  • Mörk fjársvika og markaðsmisnotkunar. Skýr mörk eða sameiginlegir snertifletir
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjársvik og markaðsmisnotkun eru keimlík brot að því leyti að bæði brotin snúast í meginatriðum um að villa um fyrir öðrum með því að hafa áhrif á skoðanir eða afstöðu viðkomandi til tiltekinna atriða. Fjársvik eru auðgunarbrot sem felst í tvíhliða verknaði og áskilur að eitthvað tjón hafi orðið svo brotið geti talist fullframið, þ.e. tjónsbrot. Þannig er um að ræða brot sem krefst atbeina annars en geranda, auðgunarásetningur er áskilin og brotið telst ekki fullframið fyrr en gerandi hefur haft fé af blekkingarþola eða öðrum tjónþola. Markaðsmisnotkun er hins vegar samhverft fjármunabrot sem felst í einhliða athöfnum geranda og getur bæði verið framið af ásetningi og gáleysi. Þannig er nægilegt til sakfellis að sýnt hafi verið fram á að tiltekin háttsemi hafi verið framin án tillits til afleiðinga eða hvata að baki brotinu. Markaðsmisnotkun og fjársvik virðast því, að minnsta kosti við fyrstu sýn, mjög lík brot. Sú háttsemi að fá annan mann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert með því að á ólögmætan hátt að vekja, strykja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik og hafa þannig fé af honum eða öðrum getur ekki verið svo frábrugðin þeirri háttsemi að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert með það að markmiði að hafa áhrif á verðbréfamarkað og þannig stuðla að röngum hugmyndum annarra manna um raunverulegt markaðsvirði, framboð og/eða eftirspurn fjármálagerninga.
    Í því augnamiði að varpa ljósi á raunveruleg mörk brotanna var litið til bæði efnislegra og formlegra flokkunareinkenna þeirra. Við efnislega flokkun var litið til verndarhagsmuna, verknaðarandlags, verknaðaraðferða og verknaðarins sjálf. Við formlegan samanburð var litið til fullframningarstiga brotanna tveggja auk þess sem fjallað var um það einkenni brotanna að vera annars vegar einhliða og hins vegar tvíhliða brot.
    Segja má að öll sú háttsemi sem framin er af ásetningi, byggist á þeim tilgangi að auðgast á ólögmætan hátt, beinist að fjármálagerningum skv. 115. gr. laga um verðbréfaviðskipti og grundvallast á viðskiptum eða tilboðsgerð sem hefði áhrif eða væri til þess fallin að hafa áhrif á framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga, eða útbreiðslu rangra eða misvísandi upplýsinga sem í senn vekti, styrkti eða hagnýtti ranga eða óljósa hugmynd annars manns sem yrði til þess að hann gerði eitthvað eða léti eitthvað ógert falli bæði innan fjársvikaákvæðis alm. hgl. og markaðsmisnotkunarákvæðis laga um verðbréfaviðskipti. Það er því ljóst að mati höfundar að mörk fjársvika og markaðsmisnotkunar eru ekki skýr heldur falli brotin saman að miklu leyti.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VeraDoggGudmundsdottir.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna