is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14733

Titill: 
  • Íslenskar eignaverðsvísitölur. Þróun eignaverðs og hagkvæm eignasöfn 2005-2013
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenskar eignaverðsvísitölur hafa ekki verið áberandi og fáar vísitölur birtar sem auðvelt er að nálgast opinberlega. Það hefur því reynst erfitt að fylgjast með ávöxtun ákveðinna markaða á Íslandi og bera saman innbyrðis. Að sama skapi hefur reynst erfitt að meta frammistöðu verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem standa fjárfestum til boða á markaði og hvort að virk stýring sjóða sé að skila þeirri umframávöxtun sem þarf til að standa undir þóknun þeirra.
    Markmið þessarar ritgerðar er að smíða blandaða eignaverðsvísitölu fyrir íslenska markaðinn, samsetta úr undirvísitölum mismunandi eigna eins og skuldabréfa, hlutabréfa og fasteigna. Ætlunin er að nota vísitölurnar til að setja saman hagkvæm eignasöfn út frá sögulegum gögnum tímabilsins 2005-2013, þ.e. yfir tímabil eignabólu, bankahruns og áranna þar á eftir. Ritgerðin er því bæði þróunarverkefni og rannsóknarverkefni í senn.
    Tvær nýjar vísitölur, fyrir hlutabréf og fyrirtækjaskuldabréf, voru búnar til frá grunni og notaðar í blönduðu vísitöluna. Að öðru leyti er hún sett saman úr skuldabréfavísitölum GAM Management hf., vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og vísitölu aðallista með arði fyrir tímabilið 2005-2008, OMXI15GI.
    Niðurstöður útreikninga á hagkvæmum eignasöfnum gefa til kynna að hagkvæmt eignasafn út frá gögnum tímabilsins 2005-2013 samanstandi af 88,5% fasteignum, 6,8% verðtryggðum skuldabréfum, 6,0% óverðtryggðum skuldabréfum og taki skortstöðu í hlutabréfum. Ástæðan fyrir þessari sérstöku niðurstöðu er sú að hlutabréf sýna neikvæða ávöxtun á hverju því tímabili sem inniheldur árið 2008 vegna bankahrunsins. Sökum þessa voru fleiri eignasöfn reiknuð með önnur söguleg tímabil að baki sér. Meðal annars fengust þær niðurstöður út frá sögulegum upplýsingum áranna 2009-2013 að hagkvæmt eignasafn, sem lítur eitt ár fram í tímann, samanstendur af 11,7% hlutabréfum, 29.1% verðtryggðum skuldabréfum, 50,8% óverðtryggðum skuldabréfum og 8,4% fyrirtækjaskuldabréfum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_eignaverdsvisitolur.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna