is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14740

Titill: 
  • „Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni.“ Mat á einelti í opinberum stofnunum í krafti starfsmannaverndar
  • Titill er á ensku „People are either a part of the problem or a part of the solution“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ég mun í rannsókninni fjalla um einelti undirmanna gegn yfirmönnum sínum í opinberum stofnunum og rannsaka hvort að í krafti þeirrar verndar sem opinberir starfsmenn njóta, hafi þeir vald til að haga sér eins og þeir vilja og jafnvel leggi yfirmenn sína í einelti.
    Hér á landi hefur ekki verið gerð rannsókn á því hvort einelti gegn yfirmönnum í opinberum fyrirtækjum sé við lýði. Rannsóknin miðaði að því að skoða hvort og þá hvers vegna slíkt einelti er látið viðgangast og hvort eitthvað sé gert til að sporna við því. Einnig verður skoðað hvaða aðferða stjórnendur geta gripið til í þeim tilgangi að sporna við eineltinu.
    Eigindleg viðtöl voru tekin við sjö mannauðsstjóra og tvo deildarstjóra í opinberum stofnunum. Reynt var að velja mannauðsstjóra hjá bæði litlum og stórum stofnunum og lögð var áhersla á að þeir hefðu víðtæka reynslu af sínum störfum. Nafnleyndar og fullum trúnaði var heitið við alla viðmælendur. Fljótlega kom í ljós á meðan á viðtölum stóð að áherslur væru að breytast, í langflestum stofnunum hafði ekkert einelti undirmanna gegn yfirmönnum í raun átt sér stað, heldur var það skilgreint sem samskiptavandamál. Þessi tilvik féllu ekki undir skilgreiningu á hugtakinu einelti. Viðmælendur töluðu flestir um hversu flókið áminningarferlið sé í raun og að þeir beiti frekar öðrum aðferðum þegar tekið er á þeim vandamálum sem upp koma hjá starfsmönnum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að einelti undirmanna gegn yfirmönnum í opinberum stofnunum sé ekki algengt en þó til að einhverju leyti. Einelti almennt er þó til staðar, oftast milli samstarfsmanna en svo hafa undirmenn ásakað yfirmenn um einelti, sem þó hefur ekki verið greint sem einelti heldur sem samskiptaörðugleikar. Þannig kom einnig fram að hugtakið einelti virðist vera misnotað.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MASTERS_LOKASKJAL.pdf915.45 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsida_Skemma.pdf99.37 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna