is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14757

Titill: 
  • Milliverðlagning alþjóðlegra fyrirtækja. Vandamál í viðskiptum tengdra aðila?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um milliverðlagningu alþjóðlegra fyrirtækja og er þeirri spurningu varpað fram hvort hún skapi vandamál í viðskiptum tengdra aðila. Alþjóðaviðskipti og þær breytingar sem hafa orðið á síðustu árum með aukinni hnattvæðingu hafa kallað á nýjar viðskiptavenjur þar sem viðskipti milli tengdra aðila hafa aukist og er áætlað í dag að 60-70% af öllum viðskiptum séu viðskipti milli tengdra aðila. Í slíkum viðskiptum er milliverðlagning mikilvæg þar sem hún stendur fyrir það að finna rétt verð í slíkum viðskiptum, sem kalla á skýrar leikreglur milli ríkja, þar sem mismunandi milliverðlagsreglur geta leitt til ágreinings varðandi skattstofn, hugsanlegrar tvísköttunar og neikvæðra áhrifa á stjórnun fyrirtækja. Markmið slíkrar milliverðlagsreglna ætti að vera til að tryggja réttláta skattskyldu þar sem verðmætin verða til hverju sinni og með því auka jafnrétti, fyrirsjáanleika, réttaröryggi og almennt lögmæti slíkra viðskipta.
    Ritgerð þessari er ætlað að skýra þá stöðu sem er ríkjandi á Íslandi í dag er kemur að milliverðlagningu. Skoðuð verða núverandi lög sem og reglur er gilda um milliverðlagningu í viðskiptum yfir íslensk landamæri, auk þess að skoða samningsfyrirmynd OECD sem helst hefur verið leitað til er kemur að mótun milliverðlagsreglna víðsvegar um heim. Eru þær reglur sem notast er við hér á landi í dag nógu skýrar eða er þörf fyrir að lögfesta sérstakar milliverðlagsreglur í löggjöf Íslands.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sævar Pétursson Milliverðlagning alþjóðlegra fyrirtækja júní 2013.pdf940.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna