is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14763

Titill: 
  • Kona, vertu manni þínum undirgefin. Staða kvenna innan kristinna sértrúarsafnaða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða hver staða kvenna er innan kristinna sértrúarsafnaða. Sértrúarsöfnuðir eru skilgreindir sem söfnuðir sem vilja ekki kenna sig við rótgrónar kirkjustofnanir samfélagsins heldur vilja vera aðskildir og njóta sérstöðu. Verið er að skoða stöðu kvenna inna þeirra með tilliti til kynhlutverka og möguleika almennt innan samfélagsins alls. Stuðst er við kenningar um kynjakerfið út frá félagsfræðingnum Sylviu Walby. Hún lýsir því sem félagslegu yfirráðakerfi þar sem karlar njóta góðs af kerfisbundinni undirskipun kvenna. Einnig var stuðst við kenningar um sjálfið, félagslegu samanburðar kenninguna (e. Social comparison theory) og félagslegu kennimarka kenninguna (e. Social identity theory). Niðurstöður sýna að konur innan kristinna sértrúarsafnaða eru að mörgu leyti fastar í mun íhaldssamari kynhlutverkum þar innan slíkra safnaða eru þau mun strangari og skilmerkilegri en almennt í samfélaginu. Þær hafa því ekki sama rými til að skapa sér sitt eigið líf á sínum forsendum. Karllæg yfirráð eru einkennandi inna slíkra safnaða þar sem konum ber að vera mönnum undirgefnar. Bókstafstrú einkennir þessa söfnuði og fá því hugmyndir hennar um stöðu kynjanna að ríkja óátalið innan þeirra. Mikilvægi þessara kvenna til að tilheyra hóp veldur því svo að það er hægara sagt en gert fyrir þær að yfirgefa söfnuðina.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dögg Júlíusdóttir BA ritgerð.pdf347.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Aðgengi á bara að vera aflestur á skjá. Það er því óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa