is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14785

Titill: 
  • Uppáhalds uppskriftir leikskólabarna: www.uppahalds.tumblr.com
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi greinargerð tilheyrir meistaraverkefni höfundar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Miðlunarleið sú er varð fyrir valinu, er gerð vefsíðu sem miðlar vinsælum leikskólauppskriftum frá leikskólum landsins. Vefsíðan hlaut titilinn Uppáhalds uppskriftir leikskólabarna. Vefsíðunni er fyrst og fremst ætlað að auðvelda foreldrum og öðrum aðstandendum leikskólabarna valið á hollum mat sem börnum líkar og leggja þannig grundvöll að góðu veganesti til framtíðar. Við gerð vefsíðunnar nýti ég mér þá kunnáttu á miðlunarleiðum sem ég tileinkaði mér í náminu, hagnýtri menningarmiðlun. Ég mun einnig styðjast við þau hollustuviðmið sem birtast í Handbók fyrir leikskólaeldhús, sem gefin var út af Lýðheilsustöð (nú Landlæknisembættið). Umræðan um börn og hollustu hefur verið hávær á undanförnum árum. Í upphafi greinargerðar verður varpað ljósi á lykilhugtak verkefnisins sem er hollusta. Skoðaðar verða fjölbreytilegar víddir hugtaksins í samhengi við orðræðu samtímans um hollt mataræði. Í seinni hluta greinargerðar verður ferlinu við gerð vefsíðunnar lýst. Einnig verða kostir og gallar við gerð vefsíðu af þessu tagi metnir og rök færð fyrir vali á miðlunarleið. Vefsíðuna er að finna á slóðinni www.uppahalds.tumblr.com.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida_berglind.pdf129.08 kBOpinnForsíða og útdrátturPDFSkoða/Opna
meginmal_berglind.pdf11.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Höfundur lokaði aðganginum til 1.5.2023. Aðgangur opnaður af umsjónarmanni Skemmu skv. fyrirmælum frá Sagnfræði- og heimspekideild.