is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14810

Titill: 
  • Rauðsokkahreyfingin. Rými, vald og andóf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um Rauðsokkahreyfinguna sem áhrifavald í íslenskri kvennabaráttu. Markmið ritgerðarinnar er að skoða með hvaða hætti Rauðsokkahreyfingin virkjaði konur til andófs. Til þess að varpa nánara ljósi á það verður hreyfingin og starfsemi hennar greind út frá kenningum um rými, vald og andóf. Rauðsokkur og pólitískt gildi þeirra er skoðað út frá því hvernig konur andæfðu ríkjandi valdi og á hvaða forsendum. Þessar forsendur byggi ég á kenningum um kynjað rými og hvernig staða kvenna sem fullgildra félagspersóna tengist því. Athygli verður beint að því hvernig andóf og valdefling kallast á og tvinnast saman í kvennabaráttu. Ég skoða andóf Rauðsokka í gegnum þrjár tegundir af valdi; persónulega valdeflingu, samvinnu og gerendamátt. Skoðað er hvernig þessar valdategundir endurspeglast í baráttu Rauðsokka og bent er á hvernig andóf kvenna hafi verið virkjað og styrkst í gegnum þær. Í kvennabaráttu Rauðsokka virka allir þessir þættir saman og efla hvern annan.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karitas Halldórsdóttir.pdf298.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna