is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14811

Titill: 
  • Hvað hefur áhrif á unga kjósendur? Eigindleg rannsókn með hliðsjón af forsetakosningunum 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru ungir kjósendur og helstu áhrifavaldar á stjórnmálaskoðanir þeirra, en kosningahegðun ungmenna hefur lítið verið rannsökuð í gegnum tíðina. Fjallað verður um kenningar fræðimannanna Hyman, Jennings, Beck og Connell ásamt fleirum sem rannsakað hafa kosningahegðun ungmenna.
    Ákveðið var að gera eigindlega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við tólf unga kjósendur sem allir áttu það sameiginlegt að hafa verið kjósa í fyrsta skipti í forsetakosningunum á Íslandi árið 2012 og höfðu ekki aldur til þess að kjósa árið 2008 hefðu forsetakosningar verið haldnar það ár. Framkvæmd var greining á gögnum frá Félagsvísindastofnun og niðurstaða greiningarinnar höfð til hliðsjónar við val á viðmælendum. Viðtölin við viðmælendurna voru greind í þrjú meginþemu eftir rannsóknarspurningunni. Í fyrsta lagi eru áhrif fjölskyldu könnuð, í öðru lagi verða áhrif frá vinum skoðuð og síðast verður kannað hversu mikil áhrif fjölmiðlar hafa á unga kjósendur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fjölskyldan er aðal áhrifavaldur á pólitíska skoðanamyndun ungra kjósenda en þær niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður fræðimanna. Hins vegar virðast fjölmiðlar hafa takmörkuð áhrif og vinir lítil sem engin áhrif á pólitíska skoðanamyndun ungra kjósenda.

Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað hefur áhrif á unga kjósendur.pdf380.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna