is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14837

Titill: 
  • Unglingurinn ég. Heimildamynd um fjóra einstaklinga sem rifja upp minningar frá unglingsárum sínum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er hluti af meistaraverkefni mínu við hagnýta menningarmiðlun í Háskóla Íslands og fjallar um vinnsluferli miðlunarverkefnisins sem er heimildamyndin Unglingurinn ég. Myndin fjallar um fjóra einstaklinga sem rifja upp minningar frá unglingsárum sínum og varpar ljósi á reynslu þessara einstaklinga frá þessu tímabili ævi sinnar. Almennt er fjallað um efnið í greinargerðinni en persónulega í myndinni. Hugtökin sem unnið eru út frá og skoðuð í greinargerðinni eru minni og minningar, sameiginlegt og sögulegt minni, gleymska og minningaval. Sannleiksgildi minninga er skoðað með áherslu á bernskuminningar. Einnig eru hugtökin sjálf, sjálfhverfa og sjálfsmynd skoðuð en þau eru stór partur af mótun unglinga og koma við sögu í verkefninu. Heimildamyndagerð sem miðill er skoðuð með áherslu á val á frásagnarformi og hvernig heimildamyndagerð tekst upp við að miðla raunveruleikanum til áhorfenda.

Athugasemdir: 
  • DVD diskur með heimildamyndinni Unglingurinn ég fylgir greinargerðinni
Samþykkt: 
  • 6.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unglingurinn ég.pdf292.56 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna