is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14860

Titill: 
  • Konan með þúsund andlit: Kvenhetjur og hetjulíkan Joseph Campbells
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hetjulíkan Joseph Campbells hefur að mestu verið notað til þess að fjalla um goðsögulegar karlhetjur í fornum textum, hvort sem það eru hetjur biblíunnar, grískra og latneskra kviða eða annarra goðsögulegra texta. Ferðalag hetjunnar og táknrænt gildi þess fyrir andlegt ferðalag hetjunnar er endurtekið minni í slíkum textum. Alla tíð hefur maðurinn haft áhuga á hinu yfirnáttúrulega en segja má að goðsögulegar hetjur nútímans birtist helst í hvers konar afþreyingarmenningu, hvort sem það eru bókmenntir, kvikmyndir eða sjónvarpsefni.
    Áhuginn á vampírum hefur vaxið gífurlega, þá sér í lagi upp úr síðustu aldamótum. En kvikmyndin Twilight (2008), sem kom þjáningarparinu Bellu og Edward á kortið, jók áhuga unglinga á viðfangsefninu umtalsvert. Rétt fyrir aldamótin birtist þó hin goðsagnakennda Buffy the Vampire Slayer (Whedon, 1997) á öldum ljósvakans og öðlaðist fljótlega ,,cult“ stöðu meðal fantasíu aðdáenda og annarra popp-menningar nörda. Hún vakti einnig athygli meðal feminista sem fögnuðu Buffy sem fyrstu kvenhetju sinnar tegundar, sterkri fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og þótti hún ágætis tilbreyting frá hinni stöðluðu ,,dömu í neyð“. Enn í dag eru Buffy og Bella bornar saman, bæði af fræðimönnum og konum en af internetvæddum aðdáendum sömuleiðis, oft með kómískum afleiðingum. Sú kvenpersóna sem á hvað mest skylt með þeim vill hinsvegar oft gleymast í samanburðinum, en það er Sookie Stackhouse (Harris, 2001). Allar eiga kvenhetjurnar það sameiginlegt að leggja af stað í ferðalag inn í hinn yfirnáttúrulega heim en með misjöfnum afleiðingum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_DisaSig_Kvenhetjur.pdf247.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna