is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14894

Titill: 
  • Hömlur félagslegs taumhalds á mannlega hegðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Framkvæmd var megindleg rannsókn sem fól í sér spurningarlistakönnun sem send var rafrænt til einstaklinga. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna: Áhrif félagslegs taumhalds á heiðarleika og frávikshegðun. Þær kenningar sem verða hafðar til hliðsjónar eru kenningar Hirschi og Braithwaite um félagslegt taumhald, sjálfsstjórnarkenning Gottfredson og Hirschi og félagsnámskenning Sutherland, Glaiser, Burgess og Akers. Einnig er fjallað um rannsóknir sem hafa stuðst við þessar kenningar og sagt frá helstu niðurstöðum þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl milli heiðarleika og fráviskhegðunar við félagslegt taumhald en því til hliðsjónar lágu til grundvallar ýmsir bakgrunns eiginleikar einstaklinga á við kyn, aldur, hjúskaparstöðu, menntun og framtíðaráætlanir varðandi nám eða vinnumarkað. Samtals 106 háskólanemar 18 ára og eldri (83,9% konur, 16,0% karlar) tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður fjölbreytu aðhvarfsgreiningar sýndu að bakgrunns eiginleikar einstaklinga hafa mikið að segja um heiðarleika þeirra sem hefur óbein áhrif á frávikshegðun þeirra. Með aðferð miðlunar (e. mediation) kom í ljós að heiðarleiki miðlaði að hluta til áhrifum félagslegs taumhalds á frávikshegðun einstaklinga. Niðurstöðurnar eru sambærilegar því sem áður hefur komið fram í rannsóknum á félagslegu taumhaldi og sjálfstjórn.

Samþykkt: 
  • 7.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAaaj4-FÉL241L.pdf376.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna