is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14912

Titill: 
  • Viðskiptalífið – vettvangur karla? Viðhorf æðstu stjórnenda til setningu [sic] kynjakvótalaga og hindranir sem verða á vegi kvenna í leið sinni að æðstu stjórnunarstöðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Um haustið 2008 urðu miklar sviptingar í efnahagslífi Íslendinga og efnahagskreppa fylgdi í kjölfarið sem og í mörgum nágrannalöndum. Efnahagsþrengingarnar drógu athyglina að þeirri staðreynd að fáar konur voru í áhrifastöðum meðal þessara ríkja. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram sem skýra hvaða öfl það eru sem hindra aðgengi kvenna að æðstu stöðum og má þar nefna kenningar um glerþak, minnihlutahópa og lagnakenninguna. Tilgangur rannsóknarinnar er að greina viðhorf hjá æðstu stjórnendum til setningu kynja¬kvótalaga og hvaða hindranir það eru sem mæta konum í leið sinni að æðstu stjórnunarstöðum. Að auki var kortlagt nærumhverfi stjórnenda. Stuðst er við megindleg spurningalistagögn sem var safnað sumarið 2010 og eigindleg viðtöl sem voru tekin í lok árs 2012. Úrtakið var hentugleikaúrtak og var svarhlutfall spurningalistagagnanna 50%. Tekin voru viðtöl við níu einstaklinga sem eiga sæti í stjórnum fyrirtækja en sinna stöðum stjórnenda. Niðurstöðurnar sýndu að ýmsar hindranir mæta konum. Sumar eru áþreifanlegar en aðrar byggðar á viðhorfi ráðandi meirihluta. Kvenstjórnendur eyða meiri tíma í umönnun fjölskyldunnar, vinna styttri vinnuviku og eru marktækt jákvæðari gagnvart lögum um kynjakvóta. Þær upplifa að karlar hafi síður áhuga á að velja konur til þessara starfa. Karlar vilja jafna stöðu kynjanna í æðstu stöðum en sjá ekki kynjakvótalögin sem leið til þess

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórdís Rún Þórisdóttir_MA ritgerð.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna