is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14916

Titill: 
  • Árangur náms- og starfsendurhæfingar. Tengsl við trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur náms- og starfsendurhæfingar, hversu hátt hlutfall þátttakenda skilaði sér í áframhaldandi nám og/eða starf eftir endurhæfingu og hvort trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku tengdist árangri. Einnig var athugað hvort aðrir þættir (aldur, menntun og fötlun) tengdust árangri starfsendurhæfingarinnar. Lagður var spurningalisti fyrir nemendur náms- og starfsendurhæfingarinnar Hringsjár (N=121) sem útskrifuðust á árunum 2008-2011 og beindist hann að viðhorfum þátttakenda til náms- og starfsendurhæfingarinnar ásamt afdrifum þeirra eftir endurhæfingu. Einnig var lagt fyrir mælitækið Career Decision Self-Efficacy Scale (CDSE-SF) sem mælir trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku. Helstu niðurstöður voru þær að stór hluti þátttakenda (81%) var virkur í námi og/eða starfi eftir endurhæfinguna. Því meiri sem trú þátttakenda var á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku því líklegra var að þeir væru virkir í námi og/eða starfi. Auk þess voru yngri þátttakendur líklegri en þeir eldri til að stunda nám og/eða vera í vinnu. Hvorki komu fram tengsl milli árangurs af endurhæfingu við menntun þátttakenda né tegund fötlunar. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst þeim sem starfa við náms- og starfsendurhæfingu, sérstaklega náms- og starfsráðgjöfum við þróun aðferða til þess að auka trú ráðþega á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð - Lokaeintak.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna