is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14917

Titill: 
  • Þáttabygging kennslukönnunar í grunnnámi við Háskóla Íslands
Útgáfa: 
  • 2007
Útdráttur: 
  • Notuð var meginásaþáttagreining (principal axes factor analysis) til að athuga þáttabyggingu kennslukönnunar í grunnnámi við Háskóla Íslands (H.Í.). Samtals voru 9075 svör við 21 staðhæfingu um nám og kennslu þáttagreind í 518 námskeiðum þar sem 518 kennarar kenndu. Gagnasafnið var þáttagreint á tvo vegu. Annars vegar út frá einstökum svörum stúdenta en hins vegar út frá meðaltali staðhæfinga í hverju námskeiði. Samhliðagreining (parallel analysis) var notuð til að ákvarða fjölda þátta í gagnasafninu. Til að athuga stöðugleika þátta voru fyrst dregin tvö handahófsúrtök úr gagnasafninu og staðhæfingarnar 21 þáttagreindar í hvoru úrtaki fyrir sig. Fram komu þrír þættir með sama inntaki í báðum úrtökum sem skýrðu 59% (úrtak A) og 60% (úrtak B) af heildardreifingu staðhæfinganna. Þegar meðaltal staðhæfinga var þáttagreint í gagnasafninu í heild komu einnig fram þrír þættir með sama inntaki og áður sem skýrðu 71% af heildardreifingu staðhæfinganna. Þegar einstök svör stúdenta við staðhæfingunum 21 voru þáttagreind í átta háskóladeildum komu fram sömu þrír þættir í öllum deildum og skýrðu á bilinu 59,21% (Lagadeild) til 66,97% (Hjúkrunarfræðideild) af heildardreifingu 21 staðhæfingar. Áreiðanleiki þátta er viðunandi og eru alfastuðlar á bilinu 0,81 til 0,97. Meginniðurstaða
    rannsóknarinnar er að kennslukönnun við H.Í. samanstendur af þremur stöðugum þáttum. Einn þessara þátta, kennsla, inniheldur 14 staðhæfingar sem lúta að kennslu, skipulagi námskeiðs,
    samskiptum kennara og stúdenta, námsmati og afrakstri námskeiðs. Annar þáttur, kennsluaðstaða, inniheldur fimm staðhæfingar sem flestar lúta að aðstöðu til verklegrar kennslu og sá þriðji, vinnuálag, samanstendur af tveimur staðhæfingum um vinnuálag í námskeiði og þyngd námskeiðs. Almennt undirstrika niðurstöðurnar mikilvægi þess að kennslukönnun við H.Í. í grunnnámi sé túlkuð út frá þremur þáttum í stað einstakra staðhæfinga eins og nú er gert.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2007; 4: s. 23-37
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2_einar1.pdf383.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna