is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14949

Titill: 
  • Strákastelpur fyrr og nú. Samanburður á skáldsagnapersónunum Sossu og Fíusól
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um skáldsagnapersónurnar og strákastelpurnar Fíusól, Línu Langsokk og Sossu sem allar koma fyrir í samnefndum bókaflokkum. Sögupersónurnar koma úr smiðju Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Astridar Lindgren og Magneu frá Kleifum sem hafa allar notið mikilla vinsælda fyrir þessa tilteknu bókaflokka. Umfjöllunin snýst að mestu leyti um þær Fíusól og Sossu, Lína er höfð til viðmiðunar því flestir þekkja sögurnar um hana og hentar hún því vel til samanburðar. Bækurnar um Fíusól og Sossu eru bornar saman, fjallað er um persónurnar í bókunum, stíl og málfar.
    Eitt af því helsta sem sameinar stelpurnar þrjár er að þær falla alls ekki undir hefðbundna skilgreiningu á stelpu í bókmenntaheiminum, heldur eru þær allar strákastelpur. Uppreisn er stór hluti af því að vera strákastelpa, þær eru ekki sáttar við þau hlutverk sem þeim er ætlað. Yfirleitt er uppreisninni beint gegn samfélaginu og þeim viðhorfum sem þar ríkja.
    Sossa rís upp gegn gamla bændasamfélaginu því hún vill ekki festast í sama hlutverki og móðir hennar og formæður. Hún hefur engan áhuga á að eignast börn og vill því frekar vera strákur. Fíasól gerir einnig uppreisn gegn þeim skorðum sem samfélagið setur henni varðandi klæðaburð og hegðun.
    Uppreisn Línu er þó mun róttækari en uppreisn Sossu og Fíusólar, hún rís ekki aðeins upp gegn kyngervinu heldur hafnar hún flestum viðteknum reglum samfélagsins og setur sínar eigin. Í raun má segja að hegðun Línu sé svo róttæk að hún hafi rutt brautina fyrir komandi strákastelpur og sett þeim einhvers konar viðmið sem Fíasól og Sossa ná aðeins að bergmála.

Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_loka.pdf292.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna