is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14955

Titill: 
  • Hvernig hljóma blöðin? Um áherslur í tónlistarumfjöllun íslenskra dagblaða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort mismunur væri í tónlistarumfjöllun Morgunblaðsins og Fréttablaðins. Tónlistarumfjöllun beggja blaða var innihaldsgreind tímabilin janúar 2007 og janúar 2013. Tónlistargreinar voru meðal annars flokkaðar eftir stærð, tegund tónlistar, hvort kynið var til umfjöllunar, tegund umfjöllunar og þjóðerni tónlistarmanns. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þó nokkurn mun er að finna á tónlistarumfjöllun dagblaðanna. Morgunblaðið leggur mesta áherslu á að fjalla um klassíska tónlist sem er 39% af tónlistarumfjöllun en Fréttablaðið fjallar oftast um popptónlist eða í 38% tónlistargreina. Bæði blöðin leggja mesta áherslu á að fjalla um tónleika, hvort sem um er að ræða tilkynningar eða gagnrýni. Slúður er 20% af tónlistargreinum Fréttablaðsins en slúður mældist einungis 1% af tónlistarumfjöllun í Morgunblaðinu. Í um helming allra tónlistargreina koma bæði kynin við sögu. Tónlistargreinar þar sem konur koma einar við sögu eru einungis 4% allra tónlistarumfjöllunar. Karlmenn koma einir við sögu í um 40% tilfella.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki ritgerðarinnar
Samþykkt: 
  • 8.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hvernighljoma.pdf664.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna