is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15007

Titill: 
  • Ég hugsa um mig. Hugsun og tilvera í Hugleiðingum Descartes
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoða ég hvernig Descartes notar efann í bók sinni, Hugleiðingar um frumspeki, til að finna fastan punkt til að byggja grunninn að leit sinni að sannri þekkingu. Descartes fannst heimspekina vanta eitthvað til að byggja þekkingu á, einhvern fastan punkt sem ekki væri hægt að efast um.
    Í fyrsta kaflanum ræði ég þau þrenn rök sem Descartes notar til að draga þekkingu sína í efa. Þessi þrenn rök eru þau að skynfærin blekki hugann, að við getum ekki greint milli drauma og vöku og að það sé illur andi að blekkja hugann. Þá er einnig lögð fram gagnrýni á þessi rök og hvernig Descartes svarar þeim. Út frá þessum blekkingum komst hann að því að ef hann hugsar hlýtur hann að vera til,“cogito, ergo sum“ eða „ég hugsa, ég er til“.
    Í öðrum kafla er farið ýtarlega yfir það hvað cogito-ið staðfestir og hvernig því er beitt sem aðferð til að verða meðvitaður um eigin tilvist. Þar eru lagðar fram kenningar Anthony Kenny og Jaakko Hintikka um cogito-ið og hvernig þeir leitast við að útskýra cogito-ið. Þeir héldu því fram að cogito-ið hefði ákveðna sérstöðu gagvart öðrum kenningum heimspekinnar og það staðfesti meira en það gerði í upphafi.
    Í kafla þrjú er farið yfir það hvað felst í því að vera til og hvað það er sem er með tilvist. Ef Descartes er til, hvað er hann þá? Þessi spurning vaknaði hjá Descartes en hann gat ekki svarað henni. Þá er einnig farið yfir kenningu Sartre um sjálfið og hvenær „ég“ sé til og hvenær ekki.
    Í lokin eru svo dregnar saman helstu niðurstöður kaflanna þriggja og athugað hvort að cogito-ið eigi við rök að styðjast og hvort það staðfesti tilvist og hvað það er sem það staðfestir tilvist sína. Hvað er það sem gerir cogtio-ið að einu umtöluðustu kenningu heimspekinnar?

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HlöðverSteiniLokaskjal.pdf505.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna