is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15017

Titill: 
  • Fjölskyldumatslisti McMasters (FML); Mat á próffræðilegum eiginleikum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þeim aðilum sem vinna með fjölskyldum á Íslandi hefur lengi verið ljóst að það hefur vantað aðgengilega matslista til að meta fjölskylduvirkni, sem búið er að þýða samkvæmt ströngustu kröfum og meta próffræðilega eiginleika á. Í þessari rannsókn voru próffræðilegir eiginleikar Fjölskyldumatslista McMasters (FML) skoðaðir en sá listi er íslensk þýðing á matslistanum Family Assessment Device (FAD). Tveir hópar tóku þátt í rannsókninni, hópur úr almennu þýði og hópur úr klínísku þýði og fengust 529 svör. Rannsóknarspurningin var mun listinn skilja marktækt á milli hópanna tveggja, almenna þýðisins og klíníska hópsins hvað varðar fjölskylduvirkni á þáttunum sjö sem listinn á að meta? Mat á áreiðanleika listans var gert með því að bera saman alfastuðla undirþáttanna sjö á milli upprunalegu rannsóknarinnar á listanum frá árinu 1983 og þessarar. Niðurstöðurnar voru þær að samanburðurinn á áreiðanleika þáttanna var nokkuð góður, fjórir þáttanna í þessari rannsókn sýndu svipaðan eða lægri áreiðanleikastuðul en var í þeirri upprunalegu, en þrír þáttanna sýndu hærri áreiðanleikastuðul en upprunalega rannsóknin. Fyrir heildarlistann var áreiðanleikastuðullinn 0,95, sem þykir mjög gott. Einnig var aðgreiniréttmæti listans metið og var niðurstaðan sú að fjölskyldur í klíníska hópnum skoruðu marktækt hærra að meðaltali á öllum undirþáttunum fyrir utan tvo, sem gefur vísbendingar um verri fjölskylduvirkni í þeim hópi. Leitandi þáttagreining var gerð og útkoman voru átta þættir svipaðir þeim sjö sem upprunalegi listinn gefur. Rannsóknarspurningunni var svarað játandi og gefa niðurstöður góða von um áframhaldandi notkun á þessari þýðingu listans fyrir íslenskt þýði.
    Efnisorð: Fjölskylduvirkni, fjölskyldumeðferð, félagsráðgjöf, áreiðanleiki, þáttagreining.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug M.Júlíusdóttir.pdf935.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna