is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15020

Titill: 
  • Slátrun hinna saklausu: Hið fjarverandi merkingarmið í smásögu Roald Dahl „Pig“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að skoða hugmyndafræði kjötáts eins og eins og hún birtist í tengslum við smásöguna „Pig“ úr smásagnasafninu Kiss Kiss (1960) eftir Roald Dahl. Sjá má hvernig smásagan tekur fyrir alla þá helstu þætti er viðkoma kjöti. Þar er sagt frá kjöti, kjötáti, matreiðslu kjöts og slátrun dýra sem svo verða að kjöti. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig „Pig“ dregur sífellt fram á sjónarsviðið tengslin milli kjötsins og dýrsins sem það var áður, hlutgervingu þess og slátrunar.
    Við greiningu á smásögunni er í þeim tilgangi notast við hugmyndir Carol J. Adams um „hið fjarverandi merkingarmið“ (e. absent referent) eins og þær koma fram í bók hennar The Sexual Politics of Meat – A Feminist-Vegetarian Critical Theory (1990). Adams lýsir því í bók sinni hvernig kjöt sé í tungumálinu, menningu og hugmyndum okkar þrálega slitið úr samhengi við dýrið sem það var upprunalega, dauða þess og sundurhlutun. Þegar skorið er á þessi tengsl kjöts verður mögulegt að horfa á það eingöngu sem mat án viðveru upprunalegs merkingarmiðs kjöts, dýrsins. Aðalsöguhetja „Pig“, Lexington, þekkir hins vegar ekki kjöt og reynist nauðsynlegt að setja það aftur í samhengi við upprunalegt merkingarmið sitt til þess að skilja það. Tengsl dýra við kjöt eru þannig sífellt dregin fram og aðstæður raunverulegra dýra gerðar viðverandi.
    Þá er litið til almennra skrifa um söguna þar sem dýrin eru aftur gerð að fjarverandi merkingarmiði. Þar eru aðstæður dýranna eins og þær birtast í smásögunni eingöngu túlkaðar sem myndlíking fyrir mannleg málefni og þar með ekki leyft að vísa til veruleika raunverulegra dýra. Þessar túlkanir á sögunni eru sömuleiðis skoðaðar út frá hugmyndum Adams en einnig með tilliti til skrifa Naama Harel um allegóríska túlkunarhefð á dýrasögum Kafka. Loks er svo skoðað hvernig meint myndlíking verður að engu þegar svínin fá að vera viðverandi á meðan Lexington gengur algörlega inn í hana. Lexington verður þar af leiðandi frekar lýsandi fyrir aðstæður svínanna heldur en að þau lýsi aðstæðum hans. Smásagan „Pig“ er þannig séð draga fram og fjalla um aðstæður dýra í menningu kjötáts.

Samþykkt: 
  • 10.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ívar Karl Bjarnason Slátrun hinna saklausu.pdf781.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna