is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15112

Titill: 
  • Stuðningur við flóttamenn á Íslandi. Aðlögun að íslensku samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hælisleitendum hefur farið ört fjölgandi á Íslandi á síðustu árum. Hér á landi hefur stuðningur við hælisleitendur og flóttamenn lítið verið rannsakaður og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Megin markmið þessarar rannsóknar var að kanna þann stuðning sem í boði er fyrir flóttamenn á Íslandi. Jafnframt var markmiðið að kanna þann stuðning sem stendur hælisleitendum til boða á meðan þeir bíða eftir að mál þeirra er tekið fyrir hjá stjórnvöldum. Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð en tekin voru viðtök við fjóra flóttamenn sem hafa verið búsettir hér á landi um nokkurt skeið. Auk þess var tekið viðtal við starfsmann Rauða kross Íslands og sendur var spurningarlisti á þá starfsmenn Velferðarráðuneytisins sem koma að málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að stuðningur við flóttamenn á Íslandi er ekki nægilega mikill og hjálpar þeim ekki til þess að aðlagast íslensku samfélagi. Margt áhugavert kom fram í viðtölunum við flóttamennina sem gæti hjálpað til við úrbætur í málaflokknum.

Samþykkt: 
  • 16.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júlíana Einarsdóttir.pdf401.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna