is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15114

Titill: 
  • Sofðu unglings ástin mín: Samantekt um svefn unglinga og úrræði hjúkrunarfræðinga
  • Titill er á ensku Sleep my young teenage love: A literature review of adolescents sleep and nursing interventions
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Staðalímyndin um syfjaða unglinginn er vel þekkt. Ástæðan er sú að unglingar um allan heim fá ekki nægan svefn og ná ekki þeim níu til tíu klukkustundum sem þeir þurfa á nóttu. Svefnvenjum íslenskra unglinga er sérstaklega ábótavant. Markmið þessa fræðilega yfirlits (literature review) var að taka saman niðurstöður rannsókna á svefni og svefnvenjum heilbrigðra unglinga og tengsl við líkamlega, andlega og félagslega þætti auk mögulegra úrlausna hjúkrunarfræðinga. Ástæður svefnleysis hjá unglingum geta verið meðal annars seinkun á dægursveiflu, raftækjanotkun fram eftir á kvöldin og neysla koffínbættra drykkja. Svefnskortur getur valdið auknum líkum á áhættuþáttum sjúkdóma, bæði geðsjúkdóma og annarra sjúkdóma. Einnig eru auknar líkur á dagsyfju, áhættuhegðun og lakari námsgetu. Svefnleysi unglinga er vanmetið vandamál. Aðferðir til úrræða hafa litið dagsins ljós, en fáar rannsóknir eru til sem styðja árangur þeirra. Seinkun á skólatíma, aukin hreyfing og foreldrastýrður háttatími eru dæmi um úrræði sem bera árangur. Skólahjúkrunarfræðingar eru í kjöraðstöðu til að hafa áhrif á svefn unglinga og gera það nú þegar hérlendis með fræðslu í grunnskólum. Huga þarf þó að fleiri leiðum til að hafa jákvæð áhrif á svefnvenjur unglinga, til dæmis með því að auka hópfræðslu ásamt því að virkja betur foreldra og skólayfirvöld.
    Lykilorð: Svefn, svefnvenjur, unglingar, skólahjúkrun, heilsuefling

  • Útdráttur er á ensku

    The stereotypical sleepy teenager is well known. Adolescents worldwide are not getting adequate sleep, or the nine to ten hours recommended per night. Icelandic adolescents have noticeably worse sleep habits than their peers from other countries. The aim of this literature review was to gather results of studies on healthy adolescents’ sleep and the relation between contributing elements such as physical, psychological and social factors as well as the possible nurses’ interventions. The reasons why adolescents are not getting sufficient sleep are thought to include delay in circadian rhythm, late night use of electrical devices and consumption of caffeinated beverages. Inadequate sleep can increase the risk factors for diseases, both physiological and psychological, daytime sleepiness, risk taking behavior and poorer academic performance. Poor sleep is an undervalued problem. Many suggested interventions have come forward, but few have been supported by researches. However, delay of school start time, increased physical exercise and parent-set bedtimes have been proved effective by studies. In Iceland, school nurses focus mainly on health promoting and they are in an opportune situation to educate adolescents about the benefits of good sleep habits and to intervene the sleep habits of adolescents. There is still need for increased interventions, for example group education and greater parental and school authorities’ awareness.
    Keywords: Sleep, sleep habits, adolescents, school nursing, health promotion

Samþykkt: 
  • 16.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin Svefn Unglinga LOKA 3.pdf533.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna