is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15118

Titill: 
  • Stafrænar myndir nýttar til mats á skekkjum við geislameðferð krabbameina í grindarholi
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Með geislameðferð er markmiðið að gefa sem hæstan geislaskammt í meðferðarsvæðið ásamt því að halda geislaskammti á nærliggjandi heilbrigða vefi í lágmarki. Til að ná þessu markmiði er mikilvægur þáttur nákvæmni við undirbúning og innstillingu geislameðferðar.
    Markmið rannsóknar er að fá fram tölulegt mat á stærð skekkja út frá kennileitum beina við geislameðferð á grindarhol. Ásamt því að athuga hvort þörf sé á tíðari myndatökum sem geta leitt til minni skekkja. Einnig verður farið yfir hvort það séu til aðrar eða nýjar aðferðir sem geta betrumbætt nákvæmni geislameðferðar á grindarhol.
    Þátttakendur voru 23 sjúklingar sem fengu þrívíddarmótaða geislameðferð vegna krabbameins í grindarholi árið 2012 á geisladeild Landspítalans. Unnið var með eftirlitsmyndir sem teknar voru áður en meðferð var gefin og meðan á meðferð stóð. Mæld voru frávik í innstillingum hjá sjúklingum með krabbamein í grindarholi. Mælingarnar voru gerðar út frá beinastrúktúr með myndasamruna. Frávik voru mæld fyrir hvert meðferðarskipti hjá öllum sjúklingum án leiðréttingar á borðfærslu hjá sjúklingi og eftir leiðréttingu á borðfærslu hjá 4 sjúklingum. Úrvinnsla frávika sýndi stærð kerfis-(Σ) og slembiskekkja (σ) í hverja stefnu (RL, SI og AP) fyrir sig.
    Niðurstöður rannsóknar sýna fram á minni skekkjur með aukinni tíðni leiðréttinga á borðfærslu hjá sjúklingi sem eykur nákvæmni geislameðferðar. Reiknuð kerfisskekkja allra sjúklinga var 2,3 mm í RL-stefnu, 2,6 mm í SI-stefnu og 1,4 mm í AP-stefnu. Reiknuð slembiskekkja allra sjúklinga var 1,3 mm í RL-stefnu, 1,6 mm í SI-stefnu og 1,0 mm í AP-stefnu. Niðurstöður sýndu kerfisskekkjur og slembiskekkjur hjá 4 sjúklingum án og með leiðréttingu á borðfærslu, Σ; RL-6,2 mm, SI-4,7 mm, AP-2,0 mm og σ; RL-2,7 mm, SI-1,0 mm og AP-0,8 mm án leiðréttingar,
    Σ; RL-1,4 mm, SI-1,5 mm, AP-1,3 mm og σ; RL-0 mm, SI-0,4 mm og AP-0,3 mm með leiðréttingu á borðfærslu.
    Með tíðari eftirlitsmyndatökum og leiðréttingum á borðfærslu, minnka skekkjur við geislameðferð á grindarholi vegna aukinnar nákvæmni innstillingar í meðferðarsvæði fyrir geislameðferð. Með minni skekkjum er hægt að hlífa heilbrigðum vef sem dregur úr líkum á aukaverkunum. Aðrar og nýjar aðferðir við geisladeild Landspítalans er vert að skoða til að minnka líkur á aukaverkunum og mögulega auka nákvæmni við geislameðferð á grindarholi.

Samþykkt: 
  • 16.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva María Jónsdottir_ritgerð.pdf3.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna