is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15123

Titill: 
  • Ofbeldi gagnvart barnshafandi konum: Umfang, áhættuþættir, afleiðingar og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt vandamál þar sem það hefur miklar afleiðingar fyrir þolendur, bæði á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Ekkert land er undanskilið þegar talað er um kynbundið ofbeldi en hérlendis er talið að um 0,5-2,0% íslenskra kvenna séu beittar ofbeldi. Á Íslandi hefur ekki verið rannsakað hversu algengt er að vanfærar konur séu beittar ofbeldi. Í þessari fræðilegu úttekt er fjallað um tíðni vandamáls, úrræði, forvarnir, hvernig ofbeldið lýsir sér og hvernig hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta beitt sér gegn útbreiðslu vandamálsins. Leitað var fanga í erlendum og íslenskum rannsóknum og notuð voru orðin intimate partner violence, domestic violence og pregnancy við leit í gagnasöfnunum Google Scholar, Pubmed, Chinal, EBSCOhost og Scopus. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að meðganga virðist auka hættu á ofbeldi og oft byrjar ofbeldi á meðgöngu ef áhættuþættir ofbeldis voru á annað borð til staðar hjá verðandi föður. Einnig kom fram að flestar barnshafandi konur eru hlynntar því að skimað sé fyrir ofbeldi. Skimun í mæðravernd virðist skila árangri við að finna þær konur sem beittar eru ofbeldi þar sem barnshafandi konur leita langflestar til heilbrigðiskerfis einhvern tímann á meðgöngunni og einnig opnar það umræðuna um ofbeldi almennt. Með skimun er hægt að bjóða þeim barnshafandi konum sem eru beittar ofbeldi upp á aðstoð og benda þeim á viðeigandi úrræði. Þörf er á fleiri rannsóknum á þessu sviði, sem dæmi má nefna að finna tíðni ofbeldis hérlendis gagnvart barnshafandi konum.

Samþykkt: 
  • 16.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð pdf 1.pdf371.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna