is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15141

Titill: 
  • Nemanda með alvarlega leshömlun kennt að greina málhljóð og lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun
Útgáfa: 
  • 2009
Útdráttur: 
  • Ellefu ára gamalli stúlku sem greind var með alvarlega leshömlun, dyslexíu, var kennt að lesa með samtengdri hljóðaaðferð eftir ýmsum skynjunar- og verkleiðum. Beitt var kennslutækni beinna fyrirmæla (DI) við frumkennslu og hnitmiðaðrar færniþjálfunar (PT) við hröðunarnám.
    Hraðflettispil (SAFMEDS) voru notuð til að þjálfa aðgreiningu. Færni stúlkunnar í að umskrá málhljóð í bókstafi og bókstafi í málhljóð ásamt hljóðblöndun var kennd og þjálfuð rækilega í
    60 klukkustundir. Lestrarhraðinn var skráður jafnóðum sem tíðni á stöðluð hröðunarkort. Gögnin sýna að rækileg hljóðræn þjálfun skilar sér í færni við samsett verkefni − lestur orða og samfelldra texta sem byggjast á sömu grundvallaratriðum, þ.e. málhljóðum og sambandi þeirra við bókstafi. Niðurstöðurnar eru í góðu samræmi við fyrri niðurstöður höfundar og annarra sem beita sömu kennslutækni. Þær eru ræddar í samhengi við nýlegar heilarannsóknir sem gerðar hafa verið með starfrænni segulómun (fMRI), og sýna að jafnframt því að auka lesfærni leshamlaðra breytir rækileg hljóðræn þjálfun gerð og virkni lessvæða í heila þeirra.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2009; 6 : s. 27-49
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 17.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
3_gudridur1.pdf419.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna