is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1514

Titill: 
  • Mæling á þoli stúlkna í framhaldsskóla ásamt sex vikna þolþjálfun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að mæla hámarks súrefnisupptöku hjá stúlkum í framhaldsskóla. Til liðs við mig fékk ég 48 (n=48) stúlkur sem eru á aldrinum16-19 ára í Verslunarskóla Íslands. Fljótlega hættu 12 stúlkur þátttöku. Ástæðurnar voru mismunandi eins og vegna veikinda, álags í skólanum og vinnu o.fl. þátta. Þannig að eftir voru 36 (n=36) sem fylgdu prógramminu allt til enda.
    Þegar kom að því að velja heppilegt próf voru nokkur próf sem komu til greina eins og Beep-test, Yo-yo próf, uppstigspróf og Cooper próf. Cooper prófið varð fyrir valinu þar sem ég taldi það heppilegt til yfirfærslu fyrir framhaldsskóla sem mæling fyrir stóra hópa með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostnaði.
    Hins vegar er þetta talið erfitt fyrir hlauparann, þar sem 12 mínútna hlaup er á milli þess að vera langt og stutt hlaup.
    Rannsókninni er skipt upp í þrjá þætti. Í byrjun er gerð mæling á hámarks súrefnisupptöku með Cooper prófi. Þá fóru fram þolæfingar í sex vikur og síðan Cooper próf endurtekið. Þolæfingarnar fóru þannig fram að stúlkurnar fengu æfinga áætlanir á tveggja vikna fresti sem þær framfylgdu hver og ein. Að auki voru sameiginlegar þol æfingar, Circuit Resistance Training, einu sinni í viku í íþróttasal Verslunarskóla Íslands. Umfjöllunin er meðal annars um hvaða áhrif þolæfingar hafa á þau meginlíffæri sem tengjast súrefnisupptöka.
    Helstu niðurstöður voru að meðal þoltala úr fyrra Cooper prófi var 37,10 ± 4,8 ml/kg/mín. Lægsta þoltala var 28,03 ml/kg/mín. og hæsta mældist 44,60 ml/kg/mín. Í síðara Cooper prófi var meðal þoltala 40,90 ± 4,8 ml/kg/mín. Lægsta þoltala var 33,43 ml/kg/mín. og hæsta var 51,31 ml/kg/mín. Marktækar framfarir mædust á milli Cooper prófanna (p = <0.001)
    Það var virkilega skemmtilegt að vinna með hópi sem ákveður að taka æfingarnar föstum tökum og láta sex vikurnar ganga upp þó oft hafi þeim þótt þetta vera erfitt og þær sem voru úti létu myrkur, veður og snjó ekki stoppa sig af. Í gegnum dagbókafærslurnar mátti fylgjast með líðan þeirra meðan á æfingunum stóð. Þar kom einkum fram hve jákvæðar þær voru og ákveðnar að halda vikurnar út þrátt fyrir að markvisst var álagið það mikið að unnið var á allt að 90% álagi. Flestar sögðust ekki vera vanar að hlaupa svo legni á bretti eins og prógrömmin sögðu til um. Þeim bar saman um að þær fundu hjá sér framfarir með því að smám saman gekk þeim betur að skokka samfellt í áætlaðan tíma.
    Að lokum mun hver og ein fá frá mér upplýsingar um árangur sinn í Cooper prófunum með þoltölum úr báðum prófunum og hvernig þær geta metið sín afköst í samanburði við hópinn í heild og þau viðmið sem til eru.
    Lykilorð: Framhaldsskóli, stúlkur.

Athugasemdir: 
  • Íþróttabraut
Samþykkt: 
  • 27.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mæling á þoli stúlkna í framhaldsskóla.pdf659.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna