is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15150

Titill: 
  • Notkun snjallsíma við endurlífgun. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Möguleikar snjallsíma í tengslum við endurlífgun hafa tiltölulega lítið verið rannsakaðir þar sem þeir eru nýlegt fyrirbæri. Engu að síður eru til yfir 400 endurlífgunarforrit í snjallsíma sem aðstoða við framkvæmd, þjálfun og upprifjun á endurlífgun. Einnig eru til smáskilaboða-þjónustur sem senda skilaboð þegar hjartastopp verður utan spítala. Þær hafa það að markmiði að virkja nærstadda til að endurlífgun hefjist sem fyrst.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða hvort snjallsímar geti komið að notum við endurlífgun. Hvort almennt sé verið að nota þá möguleika sem eru í boði við endurlífgun, til dæmis ýmis snjallsímaforrit og myndsímtöl. Hvort möguleikar snjallsíma hafi áhrif á gæði endurlífgunar og hvort þau stuðli að auknum lífslíkum. Markmið samantektarinnar er að gera ítarlega grein fyrir notkun snjallsíma við endurlífgun.
    Helstu niðurstöður eru að snjallsímar geta komið að notum við endurlífgun ef notandi kann vel á símtækið og hefur grunnþekkingu í endurlífgun. Hægt er að einfalda endurlífgunar-forrit í snjallsíma með því að stuðla eingöngu að hjartahnoði við framkvæmd endurlífgunar í stað hjartahnoðs og öndunaraðstoðar. Snjallsímar koma að góðum notum í að viðhalda þekkingu í endurlífgun, til dæmis með kennslumyndböndum um framkvæmd endurlífgunar og áminningu til notenda um að tími sé kominn á upprifjun í endurlífgun.
    Út frá niðurstöðum má álykta að snjallsímar komi ekki í stað endurlífgunarnámskeiða en þeir geta nýst vel til upprifjunar samhliða námskeiðum. Til að snjallsímar nýtist sem best við endurlífgun er mikilvægt að kunna vel á símtækið. Flestar rannsóknir snúa að notkun snjallsíma, við endurlífgun, meðal almennings en frekari rannsókna er þörf til að skoða hvernig þeir geta nýst heilbrigðisstarfsfólki.
    Lykilorð: snjallsímar, endurlífgun, kennsla, þjálfun, almenningur.

Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdpdf.pdf534.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna