is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15155

Titill: 
  • Þriðja stig fæðingar. Er öruggt að veita konum í eðlilegri fæðingu lífeðlisfræðilega umönnun?
Útdráttur: 
  • Fyrir tæpum áratug var gefin út yfirlýsing á vegum Alþjóðasamtaka ljósmæðra og Alþjóðasamtaka kvensjúkdóma- og fæðingarlækna þess efnis að bjóða ætti öllum konum í fæðingu virka meðferð á þriðja stigi fæðingar. Yfirlýsing þessi var byggð á rannsóknum þess efnis að virk meðferð á þriðja stigi fæðingar drægi úr tilfellum blæðinga eftir fæðingu, magni blæðingar og þörfinni á blóðgjöf. Síðan þá hafa ýmsar athugasemdir komið fram og fleiri rannsóknir verið gerðar í þeim tilgangi að bera saman virka meðferð og lífeðlisfræðilega umönnun á þriðja stigi fæðingar.
    Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að skoða fræðileg gögn yfir þær meðferðir sem veittar eru á þriðja stigi fæðingar með hagsmuni bæði móður og barns í huga. Leitast er við að svara spurningunni hvort öruggt sé að veita konum í eðlilegri fæðingu lífeðlisfræðilega umönnun á þriðja stigi fæðingar.
    Niðurstöðurnar eru þær að öruggt er að veita konum í eðlilegri fæðingu lífeðlisfræðilega umönnun á þriðja stigi fæðingar en mikilvægt er að ljósmæður kynni sér vel þá þætti er lúta að lífeðlisfræðilegri umönnun þar sem um flókið samspil lífeðlisfræðilegra þátta og umhverfisþátta er að ræða. Einnig er mikilvægt að ljósmæður veiti konum fræðslu um þriðja stig fæðingar svo þær geti tekið upplýsta ákvörðun um hvora meðferðina þær vilji þiggja.
    Lykilorð: Þriðja stig fæðingar, virk meðferð, lífeðlisfræðileg umönnun, stýrt naflastrengstog, naflastrengslokun

Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þriðja stig fæðingar.pdf339.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna