is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15162

Titill: 
  • Markaðsgreining og markaðsstefna. Gallerí List 2013 - 2014
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið stefnumiðaðra markaðsáætlana er m.a. að greina ný tækifæri á markaði og koma auga á hugsanlegar ógnanir. Telja fræðimenn að ferlið leiði til betri frammistöðu á markaði og auki samkeppnishæfni fyrirtækja. Aðaláhersla þeirra er að skipulagsheildin nái samkeppnisforsskoti á þeim markaði sem fyrirtækið starfar.
    Í upphafi rigerðarinnar er fræðilegt yfirlit þar sem greint er frá kenningum og fræðimönnum sem tengjast efni ritgerðarinnar. Farið er í stórum dráttum yfir þróun markaðsfræðinnar, greint er frá rannsóknum sem gerðar hafa verið og hafa haft áhrif á markaðsstarf innan fyrirtækja.
    Gallerí List er kynnt og í framhaldi farið yfir uppbyggingu markaðsáætlunar, framkvæmd hennar og markmið. Núverandi markaðslegar aðstæður eru greindar en til þess er notast við PAST og TASK greiningar auk þess sem gerð er greining á innra umhverfi fyrirtækisins. Greiningarkaflanum er síðan lokað með uppsettri SVÓT greiningu. Í framhaldi af greiningarkafla ritgerðarinnar er markaðsstefna Gallerí Listar sett fram og markhópur og staðfærsla fyrirtækisins skilgreind. Fjallað er um þær markaðsrannsóknir sem liggja fyrir og höfundur telur mikilvægt að gerðar verði til nánari greiningar. Í lok ritgerðarinnar er sett fram aðgerðaáætlun til eins árs ásamt áætluðum rekstrarreikningi. Í kjölfarið greinir höfundur frá eftirfylgni og varaáætlun.
    Helstu niðurstöður eru þær að mikill skortur er á upplýsingum um íslenskan listaverkamarkað og þeim þáttum sem honum tengjast og þurfa eigendur Gallerí Listar að kanna betur kauphegðun markhópsins, ímynd fyrirtækisins og markaðshlutdeild. Markaðsáætlunin er vissulega skref í rétta átt og vonast höfundur til að sett markmið náist að liðnu ári.

Athugasemdir: 
  • Ritgerð var lokuð til maí 2017 af höfundi. Breytt í 21.5.2016 af umsjónarmanni Skemmunnar skv. fyrirmælum frá deild.
Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Lovísa Anna Pálmadóttir - Efnisyfirlit.pdf504.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna