is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15172

Titill: 
  • Átraskanir: Áhrif á meðgöngu, fæðingu og nýburann. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meðgangan er viðkvæmur tími fyrir bæði móður og barn. Átraskanir eru alvarlegir geðsjúkdómar sem leggjast oftast á konur á barneignaraldri. Þær geta verið mikill áhrifavaldur á þeim tíma þar sem einkenni þeirra geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir móður og barn.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að kanna áhrif meðgöngu á einkenni átraskana og hvort sjúkdómurinn auki líkur á fylgikvillum á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýbura.
    Leitað var að rannsóknarheimildum í gagnasöfnum PubMed, Cinahl, Scopus og Google Scholar. Úr þeirri leit voru 18 heimildir metnar nothæfar. Skoðaðar voru heimildaskrár þessara heimilda og fundust þar 9 nothæfar heimildir. Leitarorðin sem voru notuð voru: þungun, átraskanir, lystarstol, lotugræðgi, einkenni, uppköst og afdrif þungunar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að einkenni átraskana hafa tilhneigingu til að minnka á meðgöngu en versna eftir fæðingu. Fylgikvillar og frávik á meðgöngu og í fæðingu virðast vera algengari hjá konum með átröskun. Þá eru nýburar kvenna með átröskun líklegri til að fæðast með lága fæðingarþyngd, vera litlir miðað við meðgöngulengd og hafa lítið höfuðummál.
    Konur með átraskanir virðast vera í meiri hættu á fylgikvillum við barneignir en konur án átraskana. Mikilvægt er að þær fái viðeigandi eftirlit á meðgöngu ásamt eftirfylgd í framhaldinu þar sem einkenni átraskana hafa tilhneigingu til að versna eftir fæðingu.
    Lykilorð: Átraskanir, meðganga, fæðing, nýburi.

  • Útdráttur er á ensku

    Pregnancy is a delicate time for both mother and child. Eating disorders are serious psychiatric disorders that commonly accur in women of childbearing age. They can be influential and have negative consequences for both mother and child.
    The purpose of this literature review was to assess the effect of pregnancy on eating disorder symptoms and whether the disease increases the likelihood of complications in pregnancy, labor and neonatal.
    Search for research data was done in PubMed, Cinahl, Scopus and Google Scholar. 18 sources were estimated useful. We looked at the bibliographies of these sources and found 9 others. The keywords used were: pregnancy, eating disorders, anorexia nervosa, bulimia, symptoms, vomiting and pregnancy outcome.
    Eating disorder symptoms tend to improve during pregnancy but worsen after delivery. Complications in pregnancy and birth appear to be more common in women with eating disorders. Furthermore, neonates of women with eating disorders seem to be more likely to be born with low birth weight, small for gestational age and with small head circumference.
    Women with eating disorders seam to be at increased risk of complications in pregnancy. It is important that women with eating disorders receive adequate supervision during pregnancy with relevant follow up after birth since eating disorder symptoms tend to worsen after delivery.
    Keywords: Eating disorder, pregnancy, birth, neonate.

Samþykkt: 
  • 22.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif átraskana á meðgöngu, fæðingu og nýburann.pdf591.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna