is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15193

Titill: 
  • „Það er helvítis lygi, ég er ekkert að hlusta!“ Sveitasíminn: söguleg alvara og samfélagslegt grín
  • Titill er á ensku "That is a damn lie, I am not listening!" The historical seriousness and social entertainment of the manual telephone system
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn mín beinist að símavæðingunni og hvaða áhrif síminn hafði á líf fólks til sveita. Í rannsókninni er sjónum beint að sögum af talsímanum, sem svo var kallaður til aðgreiningar frá ritsímanum. Þegar símavæðing þéttbýlisstaða hófst á 20. öld var farið að tala um sveitasímann þar sem margir bæir lágu saman á einni símalínu, sem kallað var. Rannsókn mín snýr fyrst og fremst að honum þó sögur af ritsímanum slæðist einnig með vegna náinna tengsla við starfssemi talsímans. Þó svo að sjálfvirki síminn (sem við þekkjum í dag) hafi verið tekinn í notkun í Reykjavík á fjórða áratugnum, notaðist landsbyggðin víða við talsímakerfið fram yfir 1980. Sögur af talsímanum eru alls ekki eins fjarlægar og ætla mætti og margir muna glögglega eftir ýmsum uppátækjum sem ekki hafa verið fest á blað, þó skemmtileg séu.
    Í fyrsta hluta rannsóknarinnar er fjallað stuttlega um rannsóknarsögu viðfangsefnisins og í öðrum hluta eru munnleg hefð og frásagnir í aðalhlutverki. Í þriðja hluta er fjallað um sögu símans hér á landi, komu talsímans, mótmæli gegn honum og ýmislegt fleira. Í fjórða hluta er sjónum beint að frásögnum sex heimildarmanna sem ýmist unnu við talsímann eða komu að honum sem almennir notendur. Í kaflanum er fjallað um hlerun á símanum og þær aðferðir sem fólk beitti við hana, frammíköll og neyðarhringingar svo fátt eitt sé nefnt.

Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveitasíminn.pdf560.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna