is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15232

Titill: 
  • Heimafæðingar : af hverju valdir þú að fæða heima og hver er upplifun þín af fæðingunni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um af hverju konur kjósa heimafæðingu og upplifun þeirra kvenna sem fætt hafa heima.
    Það eru ýmsar ástæður fyrir því af hverju konur velja heimili sitt sem fæðingarstað og hefur heimafæðingum farið fjölgandi síðustu ár. Á Íslandi eru heimafæðingar leyfðar en það er ekki svo í öllum löndum. Til eru dæmi um að erlendar konur sem kjósa heimafæðingu þurfi að leyna því fyrir ljósmóður sinni um áætlun heimafæðingar til að forðast slæm viðbrögð. Í flestum tilfellum lýsa konur mikilli ánægju af reynslu sinni af heimafæðingum, þar sem umhverfið á heimilinu er eftir þeirra óskum og þeim finnst þær geta nálgast líkama sinn á heildrænan og eflandi hátt. Þær lýsa þessari upplifun m.a. sem náttúrulegri sæluvímu og finnst þeim þær frekar í stakk búnar fyrir móðurhlutverkið.
    Lögð er fram rannsóknaráætlun með það að markmiði að rannsaka af hverju konur kjósa heimafæðingu og hver upplifun þeirra er af þeim. Unnið er út frá eigindlegri rannsóknaraðferð, sem byggist á hugmyndafræði Vancouver-skólans í fyrirbærafræði, til þess að nálgast viðfangsefnið sem best. Rannsakendur telja að þörf sé á fleiri rannsóknum á þessu sviði til að auka þekkingu og auka skilning heilbrigðisstarfsfólks og almennings á heimafæðingum.
    Lykilhugtök: heimafæðingar, ljósmóðir, upplifun, viðhorf

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis research is for a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose is to provide information on why women choose home birth and their experience of it.
    There are various reasons why women choose to give birth at home, and the frequency of home births has increased in the last several years. Home birth is permitted in Iceland, but that´s not the case in all countries. Studies show that there are examples of foreign women who choose to birth at home, but have to conceal their decision from their midwife, their plan to avoid negative attitudes. In most cases women describe the intense pleasure of their experience of giving birth at home, where the environment is according to their wishes and they feel they can approach their body in a holistic and empowering way. They describe this experience like a natural euphoria and feel that they are more prepared for motherhood. This presented research has the purpose of investigating why women choose home birth and what their experience is of it. This thesis done using the qualitative research method based on the Vancouver School in phenomenology, in order to approach the subject in the best way. The researchers believe that there is need for more research in this area is to deepen the knowledge and understanding of health professionals and the publics regarding home birth.
    Keywords: home birth, midwife, experience, attitudes

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.5.2080.
Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimafæðingar.pdf664.89 kBLokaður til...01.05.2080HeildartextiPDF