is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15244

Titill: 
  • Áhrif legslímuflakks á lífsgæði kvenna og möguleika þeirra til barneigna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Legslímuflakk er góðkynja sjúkdómur. Það sem veldur legslímuflakki eru legslímufrumur úr legi sem hafa tekið sér bólfestu utan legs. Legslímufrumur viðhalda eðlilegri starfsemi utan legsins og geta þar valdið blæðingum og þar með samgróningum. Einkenni legslímuflakks geta verið ólík milli kvenna en algeng einkenni eru verkir og vanlíðan. Einkenni legslímuflakks geta haft áhrif á líðan og lífsgæði kvenna. Einnig geta einkenni haft neikvæð áhrif á atvinnumöguleika og þar með félagslega stöðu í samfélaginu.
    Ófrjósemi er ein af afleiðingum leglsímuflakks. Þekkt er að frjósemismeðferðir hafi veruleg áhrif á tilfinningalega líðan kvenna. Í þessari ritgerð var leitast við að svara þeirri spurningu um hvaða áhrif ófrjósemi hefur á lífsgæði kvenna með legslímuflakk, út frá fræðilegum heimildum. Niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að algengt er að konur fái seint greiningu á sjúkdómnum og að þær mæta litlum skilningi í samfélaginu. Skortur á þekkingu heilbrigðisstarfsmanna lengir greiningartíma og eykur líkur á ófrjósemi. Áhrif sjúkdómsins á tilfinningalega líðan og lífsgæði gerir konur með legslímuflakk illa í stakk búnar til að takast á við áföll og erfiðleika tengdum ófrjósemi.
    Markmið höfunda með þessari ritgerð er að auka vitundarvakningu kvenna og heilbrigðisstarfsmanna á einkennum legslímuflakks svo að konur fái rétta greiningu áður en áhrif sjúkdómsins verða óafturkræf.
    Lykilhugtök: Legslímuflakk, ófrjósemi, tilfinningaleg líðan, meðferðarúrræði, lífsgæði.

  • Útdráttur er á ensku

    Endometriosis is a benign medical condition where endometrial cells travel through the fallopian tubes and grow outside the uterus. The cells maintain their original activity by bleeding into surrounding organs and tissues, causing adhesions. Symptoms of Endometriosis are diverse but often include intense pain and discomfort. The symptoms affect women’s wellbeing and their quality of life as well as affecting their job opportunities therefore their social status.
    Endometriosis, in time, will cause infertility for many women. Fertility treatments are known to have a significant effect on women’s emotional wellbeing. In this thesis the authors try to discover how infertility affects the quality of life of women affected by Endometriosis, using a literature review. The main conclusions where that women with Endometriosis are often undiagnosed for several years and receive little empathy and understanding from the community. Common lack of knowledge among health professionals delays the diagnosis and increases the likelihood of infertility. Endometriosis effects women’s wellbeing and their quality of life, making them even more vulnerable to the additional emotional stress of dealing with infertility problems.
    The author’s goal with this thesis is to bring a more common understanding of Endometriosis among women and health professionals so that the disease can be diagnosed before it has caused permanent damages.
    Keywords: Endometriosis, infertility, wellbeing, treatments, quality of life.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 15.6.2013.
Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15244


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif legslímuflakks á lífsgæði kvenna og möguleika þeirra til barneigna LOK2013 BG og BRL.pdf367.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna