is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15250

Titill: 
  • Ungir hjúkrunarfræðingar: Viðhorf til vinnu og festa í starfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á næstu árum er fyrirséður skortur á menntuðum hjúkrunarfræðingum til að starfa á heilbrigðisstofnunum hérlendis og erlendis. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum mun aukast ásamt því að stór kynslóð hjúkrunarfræðinga, svonefnd Uppgangskynslóð, er að komast á lífeyrisaldurinn. Aðrar kynslóðir hjúkrunarfræðinga á vinnumarkaði eru X-kynslóðin og Y-kynslóðin sem mun á næstu árum verða fjölmennasta kynslóðin á vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að allt að helmingur ungra húkrunarfræðinga skiptir um starf innan tveggja ára frá útskrift.
    Tilgangur verkefnisins var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga af Y- kynslóðinni til vinnu, hvað hefur áhrif á festu þeirra í starfi og leita leiða til að draga úr starfsmannaveltu þeirra. Lesefnisleit var framkvæmd í rafrænum gagnagrunnum.
    Hjúkrunarfræðingar af Y-kynslóðinni hafa jákvæð viðhorf til vinnu og eru tilbúnir til að leggja hart að sér en vilja fá sanngjörn laun fyrir vinnuframlag sitt. Þeir vilja jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sveigjanlegan vinnutíma til að sinna einkalífinu. Stuðningur yfirmanns, samskipti við samstarfsfólk, tækifæri til starfsþróunar og náms, laun, vinnuálag, andleg og líkamleg áhrif vinnunar og starfið sjálft hafa áhrif á festu þeirra í starfi. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa að taka mið af viðhorfum og þörfum Y-kynslóðarinnar til að auka festu ungra hjúkrunarfræðinga í starfi.
    Lykilorð: ungir hjúkrunarfræðingar, Y-kynslóð, festa í starfi, vinnuviðhorf

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ungir hjúkrunarfræðingar.pdf617.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna